Smellt af subbulegum flugfarþegum

passengershaming apr2016

Það er því miður nóg af farþegum sem ganga illa um og taka lítið tillit til annarra eins og hér má sjá.
Þeir eru vonandi sárafáir flugfarþegarnir sem láta sér detta í hug að setja tær á milli sætaraða, vera berir á ofan í háloftunum og skilja eftir sig alls kyns rusl þegar gengið er frá borði. En eins og þessar myndir af Instagramsíðu Passengers Shaming sýna þá eru sumir ekki húsum hæfir. Það er ekki annað hægt en að finna til með þeim sem fá þess háttar sessunaut en fólkið getur þá kannski huggað sig við að myndir af sóðunum eiga eftir að rata á veraldarvefinn.