Sumir eru í náttfötum aðrir ekki

barcelona Tyler Hendy

Ferðalangar setja sífellt sterkari svip á landið og það vekur upp ýmsar tilfinningar hjá landanum. Íbúar Barcelona þekkja þetta ástand vel.
Gangurinn í ferðaþjónstunni hér á landi hefur verið ótrúlegur síðustu ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum landsins meðal útlendinga. Tölur yfir fjölda ferðamanna hækka því um tugi prósenta á milli mánaða og spár fyrir lokatölur ársins hækka og hækka. Skiljanlega hefur þetta ekki gengið áfallalaust fyrir sig og margir sem hafa efasemdir um ágæti svo mikils vaxtar.
Næst fjölmennsta borg Spánar, Barcelona, hefur gengið í gegnum álíka stökkbreytingar og er hún í dag ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Íbúunum þykir stundum nóg um og fyrir tveimur árum síðan var efnt til mótmælagöngu þar í borg vegna mikillar útbreiðslu ferðamannagistingar í íbúðahúsum.
Íslendingar geta  vafalítið lært sitthvað af þróun mála í Barcelona og í dag flutti katalónski fræðimaðurinn Jaume Subirana erindi um Barcelona og ferðaþjónustuna í Odda. Þeir sem misstu af því ættu að hlusta á gott viðtal Dags Gunnarssonar, umsjónarmanns Viðsjár, við Subirana.
Smellið hér til að hlusta.