Svíar fá sameiginlegt símanúmer og biðja þig um að hafa samband

saenski faninn henrik trygg

Viltu forvitnast um lífið í Svíaríki? Hafðu það samband við fólkið sem þar býr með því að hringja í 0046 771 793 336.
Svíþjóð er fyrsta landið í heiminum sem fær sitt eigið símanúmer og þeir sem slá á þráðinn fá samband við einn af þeim Svíum sem vilja fræða útlendingum um kosti lands og þjóðar. Þetta óvenjulega framtak er hluti að kynningarátaki ferðamálaráðs Svíþjóðar þar sem reynt er að sýna fram að þá miklu fjölbreytni sem landið hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Náttúran spilar þar stórt hlutverk enda er Svíþjóð stórt land og nyrsti þriðjungur þess er mjög strjálbýll. Fólkið sem svarar á líka að gæta frætt þig um kjötbollur, kvenréttindi, poppmúsík, Nóbelinn og ýmislegt annað sem borið hefur hróður Svía víða um lönd. Þeir sem vilja prófa hringja í 0046 771 793 336. 
Kynningarmyndband fyrir Svíþjóðarnúmerið: