Samfélagsmiðlar

Þegar börnin ráða ferðinni

pegasosworld 6

Vatnsrennibrautir, krakkaklúbbar, diskó og hlaðborð þess á milli. Verkefni dagsins eru ekki flókin þegar dvalið er á tyrknesku hóteli þar sem allt er innifalið. Vatnsrennibrautir, krakkaklúbbar, diskó og hlaðborð þess á milli. Verkefni dagsins eru ekki flókin þegar dvalið er á tyrknesku hóteli þar sem allt er innifalið.
Rútínan hjá barnafjölskyldum getur verið ansi erilsöm. Fyrst á dagskrá er að koma öllum framúr, semja um klæðnað, klára úr skálum og loks út um dyrnar. Að loknum skóla- og vinnudegi hefst svo skutl í tómstundir, matarinnkaup og eldamennska. Þegar allir eru orðnir saddir þarf að ganga frá, þvo og þrífa og það er varla fyrr en síðla kvölds að foreldrarnir ná að setjast niður og slaka ögn á, eða klára að svara tölvupóstum dagsins.
Pása frá vinnunni er samt ekki endilega helsti kosturinn við að komast í sumarfrí því það er eiginlega nauðsynlegra að ná að brjóta upp fjölskyldudagskrána. Og sennilega mótmælir því enginn að ferðalög eru framúrskarandi leið til að koma fjölskyldunni í annan gír. Sérstaklega ef haldið er út fyrir landsteinana. Börn eru því áberandi í farþegarýmum flugvélanna sem fljúga héðan á suðrænar slóðir yfir sumarmánuðina enda eru hefðbundnar sólarlandaferðir einföld ferðalög. Þess háttar reisur hafa hins vegar tekið breytingum síðastliðinn áratug því nú eru víða í boði gististaðir þar sem flestar ef ekki allar veitingar eru innifaldar í verðinu. Gestirnir borða þá á veitingastöðum hótelsins, fá þar hressingu á milli mála og þurfa því ekki að taka upp veskið á meðan dvölinni stendur.

Raunveruleikinn settur á ís

Tyrkir hafa sérhæft sig í þessari tegund gististaða og býður ferðaskrifstofan Nazar upp á úrval þess háttar hótelum í nágrenni við borgina Antalya. Eitt þeirra er Pegasos World, stærðarinnar strandhótel með stórum sundlaugagarði, vatnsrennibrautum og alls kyns annarri skemmtun sem er sérstaklega sniðin að fjölskyldum. Þar á meðal íslenskir barna- og unglingaklúbbar.
Að tékka sig inn á hótel eins og Pegasos World er nokkuð sérstök tilfinning því það er eins og þú sért að kveðja veröldina fyrir utan. Alla vega tímabundið því næstu dagar munu einfaldlega snúast um að leika sér, slaka á og borða og allt á hótelsvæðinu sjálfu. Fyrir þann sem er vanari því að vera á flakki í utanlandsferðinni þá er það ný reynsla að þurfa ekki að skipuleggja skoðunarferðir, finna veitingastaði og afþreyingu fyrir krakkana. Það er því ekki laust við að verkefnaskorturinn valdi tómarúmi í huga ferðamannsins, alla vega til að byrja með. Svo venst það furðuvel að þurfa aðeins að ganga út á morgnana og beint út í matsal og geta svo byrjað buslið í vatnsrennibrautagarðinum, í sundlauginni eða á ströndinni. Þegar hungrið lætur síðan til sín segja á ný þá er hádegismaturinn tilbúinn og svona líður dagurinn áreynslulítið áfram. Börnin eru skiljanlega kampakát með svona prógramm og sundföt og hár ná varla að þorna yfir daginn enda sundlaugargarðurinn við Pegasos World stór og rennibrautirnar af öllum gerðum. Og svo geta krakkarnir fengið smá hlé frá foreldrunum við og við og tekið þátt í dagskrá barnaklúbbs Nazar og á meðan gefst þeim eldri tækifæri til að láta rúsínuputtana jafna sig drykklanga stund.
pegasosworld 3Þrátt fyrir alla afþreyinguna og öll hlaðborðin þá kviknar sennilega þörf hjá flestum gestum fyrir að skoða lífið fyrir utan hótelgarðinn. Þegar sú stund kemur þá er einfalt að taka strætó frá hótelinu til nærliggjandi þorpa eða fara í skipulagðar skoðunarferðir. Frá hótelinu tekur til að mynda um korter að komast til strandbæjarins Side.

Hlaðborðhaldið

Að láta sig vaða niður stærstu vatnsrennibrautirnar er kannski mest krefjandi gestaþrautin á Pegasos World en þar á eftir koma hlaðborðin. Það er nefnilega áskorun að borða af þess háttar borði þrisvar á dag og reyna að setja saman heilstæða máltíð í stað þess að blanda saman gjörólíkum réttum á diskinn. Að enda ekki með pizzusneið ofan á ferska fiskinum eða blanda óvart fínu tómötunum og ólívunum saman við bbq-sósu er eitthvað sem getur reynst furðu flókið og því eiginlega nauðsynlegt að leggja línurnar fyrir matartímann. Velja sér þema og halda sig við það og ekki láta eftir sér nokkrar ferðir líkt og á jólahlaðborði. Að hafa stjórn á sjálfum sér er eitt en það er annað og flóknara að hafa heimil á krökkunum og passa upp á að þau vaði ekki beint í skyndibitann og sneiði hjá öllu því holla. Ein leið til að hafa taumhald á þeim yngstu er að öll fjölskyldan sé samferða að hlaðborðinu og setjist svo saman niður og borði í stað þess að skipta hópnum upp því þá er hætt við að foreldranir klári af diskunum á meðan börnin eru í burtu og svo öfugt.

Óvissunni um kreditkortareikninginn eytt

Framboð á sólarlandaferðum þar sem allt er innifalið hefur verð frekar lítið hér á landi en meðal frændþjóðanna hafa þess háttar reisur notið mikilla vinsælda. Í Danmörku lætur til að mynda nærri að þriðji til fjórði hver Dani, á leið til sólarlanda, bóki hótel með fæði og afþreyingu og ein helsta ástæðan er sú að fólk vill vita hvað fríið kemur til með að kosta í stað þess að bíða í örvæntingu eftir kreditkortareikningnum. Þessi hópur ferðalanga kemst hins vegar ekki í mikla snertingu við áfangastaðinn sjálfan og fær t.d.litla innsýn í matarmenningu landsins. Það sama á reyndar við um þá sem fara dvelja í klassísku strandbæjum við Miðjarðarhafið sem hafa byggst upp í kringum ferðaþjónustu. Þar gera veitingahúsin oftar en ekki út á alþjóðlega rétti, heimamenn eru sjaldséðir og allt snýst í kringum fólk í fríi. Þar, eins og á Pegasos World, getur ferðafólkið sjálf ákveðið hvort það verji fríinu við sundlaugina eða haldi út í sveit.
Hvernig sem dagskráin verður er ljóst að þegar heim til Íslands er komið á ný þá tekur við það ærna verkefni að koma börnunum á ný í blessuðu rútínuna sem allir foreldrar bera óttablandna virðingu fyrir.

Túristi heimsótti Pegasos World með aðstoð frá Nazar
Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …