Dregur úr þjófnaði úr innrituðum farangri íslenskra farþega

taska faeriband

Þó ferðataskan skili sér á færibandið er ekki víst allt það sem fór ofan í hana sé þar ennþá við ferðalok. Þó ferðataskan skili sér á færibandið er ekki víst allt það sem fór ofan í hana sé þar ennþá við ferðalok.
Því miður komast stundum fingralangir einstaklingar í ferðatöskurnar okkar á þeim tíma líður frá því að við skilum þeim af okkur við innritun í flugstöðinni og þar til að þær birtast á ný á farangursbeltinu á áfangastað.
Á síðasta ári bárust til að mynda tryggingafélögunum Sjóva og Vís samanlagt tæplega þrjátíu tilkynningar um þess háttar tjón. Það er álíka fjöldi og árið á undan þrátt fyrir að utanferðum Íslendinga hafi fjölgað um 12,6 prósent á síðasta ár samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Engin flugstöð sker sig úr

Út frá markaðshlutdeild Sjóvá og Vís má álykta að stolið hafi verið úr vel innan við hundrað ferðatöskum í eigum íslenskra flugfarþega í fyrra en samtals flugu 450 þúsund íslenskir farþegar frá Keflavíkurflugvelli í fyrra. Líkurnar á að verða fyrir svona tjóni eru því mjög litlar.
Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum er ekki hægt að greina mun á fjölda tilfella eftir því hvort flogið er til og frá Íslandi eða milli tveggja erlendra flugvalla.

Verðmæti í handfarangurinn

Þó stuldur úr innrituðum farangri sé fátíður þá getur borgað sig fyrir flugfarþega að taka það allra verðmætasta með sér í handfarangri. Sama gildir um hluti sem ekki er hægt að vera án í ferðalaginu ef taskan skildi ekki skila sér á réttum tíma eða týnast.