Ferðaskrifstofurnar keppast við að bjóða tilboð á sólarlandaferðum

strond fotspor chris sardegne

Þeir sem eru akkúrat núna að spá í að bóka ferð á suðrænar slóðir í byrjun sumars geta valið úr úrvali tilboða. Þeir sem eru akkúrat núna að spá í að bóka ferð á suðrænar slóðir í byrjun sumars geta valið úr úrvali tilboða.
Brottfarirnar til sólarlanda strax eftir skólaslit eru vanalega vinsælar og svo er vafalítið einnig í ár. Samt sem áður má í dag finna töluvert af ferðum til Spánar, Tyrklands og Krítar í júní á niðursettu verði. Framboðið af afsláttarferðum er reyndar mest nú í maí en þeir sem vilja frekar út yfir hásumarið geta líka bókað ferðir með vænum afslætti. Ástæðan fyrir öllum þessum tilboðum kann að vera sú að þúsundir Íslendinga ætla að vera á pöllunum í Frakklandi þgar íslenska karlalandsliðið tekur þátt í Evrópumótinu í júní. Líklega mun stór hluti þeirra nýta ferðina og gera Frakklandi góð skil en ekki bara fljúga út til að kíkja á einn leik. Frakklandsreisan mun því fara langt með að tæma ferðasjóð fjölskyldunnar og þar með dregur almennt úr eftirspurn eftir öðrum ferðum. Þeir sem eru að leita að sólarlandaferð fyrir sumarið geta þessa dagana gert ágætis kaup eins og sjá má á þessari upptalningu:

Heimsferðir: 
2 fyrir 1 í maí
50 þúsund kr. bókunarafsláttur 
Nazar:
2 fyrir 1 í fjölda ferða til Antalya í Tyrklandi í júní og fram í byrjun júlí
Sumarferðir
Mallorca, Kanarí og Almería með afslætti í sumar
Úrval-Útsýn

Tilboðsferðir í allt sumar
Vita
Reisur til Krítar í sumar en maíferðir til Spánar á sérkjörum