Samfélagsmiðlar

Hið eina sanna tívolí verður opið næstu 173 daga

tivoli taeki

Hliðin að vinsælasta skemmtigarði Norðurlanda verða opnuð á ný í dag og framundan er fjölbreytt dagskrá fram á haust. Hliðin að vinsælasta skemmtigarði Norðurlanda verða opnuð á ný í dag og framundan er fjölbreytt dagskrá fram á haust.
Íslenska orðið tívolí á rætur sínar að rekja til Tívolí í miðborg Kaupmannahafnar og það segir ýmislegt um þann virðingasess sem þessi skemmtigarður hefur haft um langt skeið í huga íslensku þjóðarinnar. Og það er næsta víst að árlega borga mörg þúsundir Íslendinga aðgang að garðinum enda hefur Kaupmannahöfn lengi verið einn vinsælasti áfangastaður íslenskra ferðamanna. Svo má heldur ekki gleyma því að þar í borg búa þúsundir landa okkar.

Flestir yfir sumarið

Íslendingarnir eru hins vegar bara dropi í hafið því árlega tekur Tívolí á móti nærri fimm milljónum gesta og langflestir koma yfir sumarmánuðina. Þá er dagskráin þétt og öll leiktækin opin á meðan úrvalið yfir jólavertíðina er miklu takmarkaðra.

2000 krónur inn

Sumardagskráin hefst í dag og stendur fram til 25. september og á prógramminu eru meðal annars 24 rokktónleikar og 65 klassískir. Auk þess er fjöldi veitingastaða á svæðinu í öllum gæðaflokkum en ekkert nýtt leiktæki verður tekið í notkun í ár. 
Það kostar 100 danskar krónur (um 2000 íslenskar) inn í Tívolí fram til 23. júní en yfir hásumarið hækkar aðgangurinn um 10 danskar. Börn yngri en átta ára fá frítt inn. Turpass sem gefur ótakmarkaðan afgang að öllum tækjum kostar hins vegar 220 danskar krónur (4.100 kr).

Fleiri flugferðir

Framboð á flugi héðan til Kaupmannahafnar er meira en til annarra borga að Lundúnum undanskildum og fyrir páska bættist verulega við ferðafjöldann þegar SAS hóf að fljúga hingað daglega frá Kaupmannahöfn. Það er í fyrsta skipti í 2 áratugi sem ekki aðeins íslensk flugfélög bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Kastrup.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …