Hið eina sanna tívolí verður opið næstu 173 daga

tivoli taeki

Hliðin að vinsælasta skemmtigarði Norðurlanda verða opnuð á ný í dag og framundan er fjölbreytt dagskrá fram á haust. Hliðin að vinsælasta skemmtigarði Norðurlanda verða opnuð á ný í dag og framundan er fjölbreytt dagskrá fram á haust.
Íslenska orðið tívolí á rætur sínar að rekja til Tívolí í miðborg Kaupmannahafnar og það segir ýmislegt um þann virðingasess sem þessi skemmtigarður hefur haft um langt skeið í huga íslensku þjóðarinnar. Og það er næsta víst að árlega borga mörg þúsundir Íslendinga aðgang að garðinum enda hefur Kaupmannahöfn lengi verið einn vinsælasti áfangastaður íslenskra ferðamanna. Svo má heldur ekki gleyma því að þar í borg búa þúsundir landa okkar.

Flestir yfir sumarið

Íslendingarnir eru hins vegar bara dropi í hafið því árlega tekur Tívolí á móti nærri fimm milljónum gesta og langflestir koma yfir sumarmánuðina. Þá er dagskráin þétt og öll leiktækin opin á meðan úrvalið yfir jólavertíðina er miklu takmarkaðra.

2000 krónur inn

Sumardagskráin hefst í dag og stendur fram til 25. september og á prógramminu eru meðal annars 24 rokktónleikar og 65 klassískir. Auk þess er fjöldi veitingastaða á svæðinu í öllum gæðaflokkum en ekkert nýtt leiktæki verður tekið í notkun í ár. 
Það kostar 100 danskar krónur (um 2000 íslenskar) inn í Tívolí fram til 23. júní en yfir hásumarið hækkar aðgangurinn um 10 danskar. Börn yngri en átta ára fá frítt inn. Turpass sem gefur ótakmarkaðan afgang að öllum tækjum kostar hins vegar 220 danskar krónur (4.100 kr).

Fleiri flugferðir

Framboð á flugi héðan til Kaupmannahafnar er meira en til annarra borga að Lundúnum undanskildum og fyrir páska bættist verulega við ferðafjöldann þegar SAS hóf að fljúga hingað daglega frá Kaupmannahöfn. Það er í fyrsta skipti í 2 áratugi sem ekki aðeins íslensk flugfélög bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Kastrup.