Hið eina sanna tívolí verður opið næstu 173 daga

tivoli taeki

Hliðin að vinsæl­asta skemmti­garði Norð­ur­landa verða opnuð á ný í dag og framundan er fjöl­breytt dagskrá fram á haust. Hliðin að vinsæl­asta skemmti­garði Norð­ur­landa verða opnuð á ný í dag og framundan er fjöl­breytt dagskrá fram á haust.
Íslenska orðið tívolí á rætur sínar að rekja til Tívolí í miðborg Kaup­manna­hafnar og það segir ýmis­legt um þann virð­ingasess sem þessi skemmti­garður hefur haft um langt skeið í huga íslensku þjóð­ar­innar. Og það er næsta víst að árlega borga mörg þúsundir Íslend­inga aðgang að garð­inum enda hefur Kaup­manna­höfn lengi verið einn vinsæl­asti áfanga­staður íslenskra ferða­manna. Svo má heldur ekki gleyma því að þar í borg búa þúsundir landa okkar.

Flestir yfir sumarið

Íslend­ing­arnir eru hins vegar bara dropi í hafið því árlega tekur Tívolí á móti nærri fimm millj­ónum gesta og lang­flestir koma yfir sumar­mán­uðina. Þá er dagskráin þétt og öll leik­tækin opin á meðan úrvalið yfir jóla­ver­tíðina er miklu takmark­aðra.

2000 krónur inn

Sumar­dag­skráin hefst í dag og stendur fram til 25. sept­ember og á prógramminu eru meðal annars 24 rokk­tón­leikar og 65 klass­ískir. Auk þess er fjöldi veit­inga­staða á svæðinu í öllum gæða­flokkum en ekkert nýtt leik­tæki verður tekið í notkun í ár. 
Það kostar 100 danskar krónur (um 2000 íslenskar) inn í Tívolí fram til 23. júní en yfir hásumarið hækkar aðgang­urinn um 10 danskar. Börn yngri en átta ára fá frítt inn. Turpass sem gefur ótak­mark­aðan afgang að öllum tækjum kostar hins vegar 220 danskar krónur (4.100 kr).

Fleiri flug­ferðir

Framboð á flugi héðan til Kaup­manna­hafnar er meira en til annarra borga að Lund­únum undan­skildum og fyrir páska bættist veru­lega við ferða­fjöldann þegar SAS hóf að fljúga hingað daglega frá Kaup­manna­höfn. Það er í fyrsta skipti í 2 áratugi sem ekki aðeins íslensk flug­félög bjóða upp á flug milli Kefla­vík­ur­flug­vallar og Kastrup.