Samfélagsmiðlar

Ýmislegt sérkennilegt við útboð á farmiðum

fle 860

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vonast til að næsta útboð á farmiðakaupum ríkisins takist betur. Þrátt fyrir stóraukin umsvif erlendra flugfélaga hér á landi þá tók ekkert þeirra þátt í útboði á farmiðakaupum Stjórnarráðsins. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að ýmsir hnökrar hafi verið á framkvæmdinni. 
Níu flugfélög bjóða upp á áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli allt árið um kring en aðeins eitt þeirra, WOW air, skilaði inn tilboði í báða hluta útboðs á farmiðum fyrir starfsmenn ráðuneytanna sem lauk í síðustu viku. Icelandair tók eingöngu þátt í seinni flokki útboðsins en öll erlendu flugfélögin sátu hjá þó samtals fljúgi þau til sex af þeim tíu áfangastöðum sem tilgreindir voru í útboðinu. Talskona SAS, sem býður upp á daglegar ferðir héðan til Óslóar og Kaupmannahafnar, sagði í viðtali við Túrista að erfitt hafi verið að koma til móts við kröfurnar sem gerðar voru í útboðslýsingunni, t.d. um sólarhrings neyðarþjónustu á íslensku. Þess ber að geta að Ríkiskaup gerðu breytingu á þessari kröfu síðar meir og heimiluðu þá einnig símaþjónustu á ensku.

Hefði útilokað alla nema Icelandair

Félag atvinnurekenda hefur lengi lagt áherslu á að haldið yrði útboð á farmiðum en það var síðast gert í ársbyrjun 2011. „Við fögnum því út af fyrir sig að útboð skuli hafa farið fram eftir rúmlega þriggja ára samfelld brot ríkisins á lögunum um opinber innkaup. Hins vegar var ýmislegt sérkennilegt við það hvernig útboðinu var stillt upp í upphafi. Til að byrja með var til dæmis gerð sú krafa að til að mega bjóða fast verð í flug til helztu áfangastaða yrðu flugfélög að fljúga til þeirra allra; Brussel, Parísar og Kaupmannahafnar. Það hefði útilokað aðra en Icelandair. Eftir að gerðar voru athugasemdir við þetta, var fallið frá þessu skilyrði,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, í svari til Túrista. „Upphaflega skilyrðið um að hafa íslenzkumælandi þjónustufulltrúa til taks allan sólarhringinn var líka sérkennilegt. Ef stjórnarráðið treystir starfsfólki sínu til að fara á fundi í útlöndum hlýtur því líka að vera treystandi til að tala við þjónustufulltrúa flugfélags á öðru tungumáli en íslenzku.“

Fast verð í stað afsláttar

Að mati Ólafs þá eru útboðslýsingar í opinberum útboðum oft þannig úr garði gerðar að þær þrengja hópinn sem getur tekið þátt og þar af leiðandi nýtast ekki kostir samkeppninnar til að ná sem hagstæðustu verði fyrir skattgreiðendur. „Það má líka setja spurningarmerki við að ríkið vilji bara fá fast verð í þrjár flugleiðir, en biðji um afsláttarkjör á öðrum. Svipuð leið var farin í síðasta flugmiðaútboði árið 2011. Kærunefnd útboðsmála komst þá að þeirri niðurstöðu að hafna hefði átt tilboði Icelandair í viðskiptin, þar sem það væri augljóslega svo miklu óhagstæðara en tilboð Iceland Express. Það segir sig sjálft að það er hagstæðara fyrir skattgreiðendur að ríkið fái tilboð um fast, lágt verð á tilteknum flugleiðum en að í boði sé afsláttur frá háu verði.“
Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í febrúar sl. kom fram að öll önnur farmiðaviðskipti hins opinbera verði boðin út á næstunni. „Þá er tækifæri til að læra af reynslunni og lagfæra það sem misfórst í þessu útboði“, bætir Ólafur við.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …