Vara ólaglega bandaríska ferðamenn við svikahröppum

Travelusdpt twitter

„Ef þú ert ekki 10 í Bandaríkjunum þá ertu það ekki heldur í útlöndum.“ Svona hljómaði ferðaviðvörun frá bandaríska utanríkisráðuneytinu sem síðar var dregin tilbaka.
Ferðalangar komast sér oft í vanda og það á líka við um þá bandarísku háskólastúdenta sem fljúga á heitari slóðir á vorin til þegar gert er stutt hlé á kennslunni. Fyrirbærið kallast „Springbreak“ og hefur á sér vafasaman stimpil vegna þess hve drykkjan og partístandið er mikið. Sérstaklega meðal þeirra tugþúsunda Bandaríkjamanna sem flykkjast á sólarstrendur Mexíkó í vorhléinu en þar í landi er áfengislöggjöfin ekki nándar nærri eins ströng eins og heimafyrir.
Starfsmenn ferðasviðs utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna ákváðu að reyna að ná til unga fólksins í síðustu viku í gegnum Twitter. Voru þá sendar út alls kyns ráðleggingar til þeirra sem voru á leið til útlanda til að sletta úr klaufunum. Í einni Twitter færslu utanríkisráðuneytisins stóð: „Ef þú ert ekki 10 í Bandaríkjunum þá ertu það ekki heldur í útlöndum. Ekki láta plata þig til að kaupa dýra drykki eða það sem verra er, vera rændur.“ Þessi færsla vakti hörð viðbrögð og fékk töluverða athygli í fjölmiðlum vestanhafs. Þótti mörgum sem utanríkisráðuneytið hefði getað orðað þessa viðvörun á annan hátt. Í framhaldinu bað ráðuneytið afsökunar og fjarlægði færsluna.