Viðgerðin á Iron Maiden þotunni kostaði nærri milljarð

ironmaiden

Skipta þurfti út tveimur hreyflum á þotu Air Atlanta eftir óhapp á flugvellinum í Santiago í Chile. Skipta þurfti út tveimur hreyflum á þotu Air Atlanta eftir óhapp á flugvellinum í Santiago í Chile.
Breska þungarokksbandið Iron Maiden lagði nýverið í fimm mánaða ferðalag þar sem ætlunin er að heimsækja 36 lönd. Til að komast auðveldlega á milli staða leigði hljómsveitin Boeing 747 þotu af hinu íslenska Air Atlanta.  Söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar, Bruce Dickenson, sér svo sjálfur um að fljúga vélinni en hann flaug, eins og frægt var, með farþega Iceland Express um árabil.
Heimsreisa Iron Maiden byrjaði hins vegar ekki vel því við flugstöðina í Santiago í Chile skullu vinstri hreyflar flugvélarinnar utan í dráttarbíl. Áreksturinn var það harður að skipta þurfti út hreyflunum. Fljúga þurfti inn flugvirkjum frá Íslandi og varahlutum frá öllum heimsins hornum og eftir nokkurra daga vinnu komst vélin á loft á ný. Viðgerðin kostaði hins vegar um 8 milljónir dollara eða um 980 milljónir íslenskar krónur samkvæmt frétt danska flugritsins Check-in.dk.
Á heimasíðu Iron Maiden má sjá myndir af íslenskum flugvirkjum Air Atlanta að störfum í Chile.