Alitalia er núna „Made of Italy“

alitalia nytt

Það er ekki langt síðan olíufurstar frá Miðausturlöndum þurftu að koma stærsta flugfélagi Ítalíu til bjargar og núna hefur það fengið andlitslyftingu.
Þjóðarflugfélag Ítala, Alitalia, var nærri gjaldþrota þegar eigendur flugfélagsins Etihad, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, keyptu 49 prósent hlut í því ítalska sumarið 2014. Hnignunarskeið þessa ellefta stærsta flugfélags álfunnar hafði þá varað í langan tíma og lággjaldaflugfélög eins og Ryanair og easyJet höfðu náð til sín stórum hluta ítalska markaðarins. Með nýjum hluthöfum komu peningar sem nýttir hafa verið til að styrkja félagið og nú er kominn tími á mikla markaðssókn á heimsvísu þar sem reynt er að tengja félagið við allt það besta og þekktasta sem Ítalir hafa skarað fram úr í, t.d. tísku, kaffimenningu, mat og músík.
Hér fyrir neðan er sjónvarpsauglýsingin sem fylgir úr hlaði þessari nýju herferð ítalska flugfélagsins sem ennþá hefur ekki sett stefnuna á Ísland.