Þær 20 borgir sem oftast var flogið til

london David Dibert

Í apríl var flogið héðan til fjörtíu og fjögurra erlendra áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli. Þeir voru mun færri í fyrra og hittifyrra. Í apríl var flogið héðan til fjörtíu og fjögurra erlendra áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli. Þeir voru mun færri í fyrra og hittifyrra.
Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að framboð á flugi til og frá landinu hefur aukist verulega síðustu misseri og ár. Það eru ekki bara íslensku flugfélögin sem bæta við sig heldur hefur fjöldi erlendra flugfélaga líka aukist hratt. Í síðasta mánuði buðu til að mynda 13 flugfélög upp á áætlunarferðir frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þau voru níu á sama tíma í fyrra.

Þrjár borgir standa undir þriðjungi

Þessi aukning gerir það að verkum að farþegar hér á landi geta nú valið úr beinu flugi til mun fleiri áfangastaða en áður. Í apríl 2013 var t.d. flogið héðan til 30 borga, árið eftir voru þær 34 og í síðasta mánuði var beint flug til 44 borga í Evrópu og N-Ameríku. Þriðjungur allra áætlunarferðanna var hins vegar til þeirra þriggja borga sem oftast er flogið til, þ.e. London, Kaupmannahöfn og Óslóar en eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá er vægi borganna mjög mismunandi.