Samfélagsmiðlar

Bjórpönkarar bjóða fólki heim til sín

brewdog

Í Aberdeenskíri er að finna brugghús hins dáða en líka umtalaða BrewDog. James Watt, annar stofnendanna, segir íslenska bjóráhugamenn velkomna í heimsókn. Í Aberdeenskíri er að finna brugghús hins dáða en líka umtalaða BrewDog. James Watt, annar stofnendanna, segir íslenska bjóráhugamenn velkomna í heimsókn og mælir með að þeir opni flösku af tímamótaölinu sínu þegar blásið verður til leiks á EM í sumar.
Byltingin í bjórheiminum hefur ólíklega farið framhjá mörgum því úrvalið af öli í búðum og á veitingastöðum er allt annað í dag en fyrir nokkrum árum síðan. Og það er sennilega bara í flugvélunum þar sem við getum ennþá bara fengið líflausan lager í stað bragðmikils öls líkt og það sem James Watt og Martin Dickie hafa bruggað síðastliðinn áratug. Þessir tveir ungu Skotar hófu að spreyta sig á bjórgerð fyrir nærri 10 árum síðan og slógu nær samstundis í gegn. Ölgerðin þeirra, BrewDog, lék því lykilhlutverk í upphafi bjórbyltingarinnar, alla vega á Bretlandi og í nágrannalöndunum. Í dag eru til að mynda nokkrar af þekktust afurðum BrewDog fáanlegar í Vínbúðunum.
Brugghús BrewDog er í skoska bænum Ellon, skammt frá Aberdeen, en þangað hóf Icelandair einmitt að fljúga nýverið. Af því tilefni lagði Túristi nokkrar spurningar fyrir James Watt, annan af stofnendum BrewDog.

Hvers má fólk vænta þegar það heimsækir ykkur í brugghúsið í Aberdeenskíri?
Gestirnir geta sökkt sér ofan í hið merkilega ferli sem bruggun BrewDog afurðanna er. Þið fáið að kynnast öllum stigum ferðalagsins, frá maltinu, humlunum og vatninu og alla leið til pökkunar og flutnings út í heim. Við bjóðum upp á mismunandi túra um brugghúsið sem fólk getur valið á milli. Og á meðan þú er á svæðinu þá geturðu líka heimsótt DogTrap barinn og fengið þér nýbruggaðan bjór. Þeir svöngu verða ekki sviknir af Pieminister Pie en í henni er að finna úrval af framúrskarandi bjórunum okkar og hana skal því ekki láta fara framhjá sér fara.

En hvað skal gera í Aberdeen?
Aberdeen er mjög fjörug borg og þar er mikið að sjá og gera. Mæli sterklega með því að búa á hóteli í miðborg Aberdeen og kynna sér bjórmenningu sem þar blómstrar. Sérstaklega barina okkar tvo, Gallowgate og Castlegate og staði eins og Musa þar sem boðið er upp á frábæran skoskan mat sem hægt er para saman með bjór frá okkur og öðrum sambærilegum bruggurum.

Hver er uppháldsstaðurinn þinn í borginni?
Fyrsti BrewDog bar inn við Gallowgate. Staðsetning hans er epísk, beint í hjarta borgarinnar og þar bjóðum við upp á marga af mest spennandi og eftirsóttustu bjórum veraldar.

Aberdeenskíri er þekkt fyrir gott úrval af Speyside vískí. Hvaða tegund af BrewDog passar best með vískí?
Við mælum með Ship Wrecked; nýjum, sterkum og gylltum bjór sem hefur fengið að liggja í bæði Islay og Speyside vískitunnum. Þessi bjór ber einkenni hins sterka Islay bragðs, reykt torf og ristaðir sykurpúðar, og svo hins mikla og ávaxtaríka Speyside með ferskju, apríkósum og mangó. Algjörlega ljúffengt!
Við erum líka að hleypa BrewDog út í vískiheiminn með nýja eimingarhúsinu okkar, Lone Wolf. Það er líka við höfuðstöðvar okkar í Ellon en í Lone Wolf verður framleitt gin, single-malt vodka og víski og allt handunnið.

Á Íslandi er hægt að fá nokkrar tegundir af BrewDog bjórum. Hvern þeirra myndir þú opna rétt áður flautað er til leiks í fyrsta leik Íslands á EM í sumar?
Það yrði senuþjófurinn sjálfur, Punk IPA, bjórinn sem hóf handverksbjórsbyltinguna.

Á heimasíðu BrewDog geta áhugasamir um heimsókn í brugghúsið í Ellon fundið nánari upplýsingar og á hjá Icelandair má sjá hvað flugið til Aberdeen kostar.
Kjarninn fjallaði nýverið um BrewDog í áhugaverðri grein sem óhætt er að mæla með.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …