Samfélagsmiðlar

Bjórpönkarar bjóða fólki heim til sín

brewdog

Í Aberdeenskíri er að finna brugghús hins dáða en líka umtalaða BrewDog. James Watt, annar stofnendanna, segir íslenska bjóráhugamenn velkomna í heimsókn. Í Aberdeenskíri er að finna brugghús hins dáða en líka umtalaða BrewDog. James Watt, annar stofnendanna, segir íslenska bjóráhugamenn velkomna í heimsókn og mælir með að þeir opni flösku af tímamótaölinu sínu þegar blásið verður til leiks á EM í sumar.
Byltingin í bjórheiminum hefur ólíklega farið framhjá mörgum því úrvalið af öli í búðum og á veitingastöðum er allt annað í dag en fyrir nokkrum árum síðan. Og það er sennilega bara í flugvélunum þar sem við getum ennþá bara fengið líflausan lager í stað bragðmikils öls líkt og það sem James Watt og Martin Dickie hafa bruggað síðastliðinn áratug. Þessir tveir ungu Skotar hófu að spreyta sig á bjórgerð fyrir nærri 10 árum síðan og slógu nær samstundis í gegn. Ölgerðin þeirra, BrewDog, lék því lykilhlutverk í upphafi bjórbyltingarinnar, alla vega á Bretlandi og í nágrannalöndunum. Í dag eru til að mynda nokkrar af þekktust afurðum BrewDog fáanlegar í Vínbúðunum.
Brugghús BrewDog er í skoska bænum Ellon, skammt frá Aberdeen, en þangað hóf Icelandair einmitt að fljúga nýverið. Af því tilefni lagði Túristi nokkrar spurningar fyrir James Watt, annan af stofnendum BrewDog.

Hvers má fólk vænta þegar það heimsækir ykkur í brugghúsið í Aberdeenskíri?
Gestirnir geta sökkt sér ofan í hið merkilega ferli sem bruggun BrewDog afurðanna er. Þið fáið að kynnast öllum stigum ferðalagsins, frá maltinu, humlunum og vatninu og alla leið til pökkunar og flutnings út í heim. Við bjóðum upp á mismunandi túra um brugghúsið sem fólk getur valið á milli. Og á meðan þú er á svæðinu þá geturðu líka heimsótt DogTrap barinn og fengið þér nýbruggaðan bjór. Þeir svöngu verða ekki sviknir af Pieminister Pie en í henni er að finna úrval af framúrskarandi bjórunum okkar og hana skal því ekki láta fara framhjá sér fara.

En hvað skal gera í Aberdeen?
Aberdeen er mjög fjörug borg og þar er mikið að sjá og gera. Mæli sterklega með því að búa á hóteli í miðborg Aberdeen og kynna sér bjórmenningu sem þar blómstrar. Sérstaklega barina okkar tvo, Gallowgate og Castlegate og staði eins og Musa þar sem boðið er upp á frábæran skoskan mat sem hægt er para saman með bjór frá okkur og öðrum sambærilegum bruggurum.

Hver er uppháldsstaðurinn þinn í borginni?
Fyrsti BrewDog bar inn við Gallowgate. Staðsetning hans er epísk, beint í hjarta borgarinnar og þar bjóðum við upp á marga af mest spennandi og eftirsóttustu bjórum veraldar.

Aberdeenskíri er þekkt fyrir gott úrval af Speyside vískí. Hvaða tegund af BrewDog passar best með vískí?
Við mælum með Ship Wrecked; nýjum, sterkum og gylltum bjór sem hefur fengið að liggja í bæði Islay og Speyside vískitunnum. Þessi bjór ber einkenni hins sterka Islay bragðs, reykt torf og ristaðir sykurpúðar, og svo hins mikla og ávaxtaríka Speyside með ferskju, apríkósum og mangó. Algjörlega ljúffengt!
Við erum líka að hleypa BrewDog út í vískiheiminn með nýja eimingarhúsinu okkar, Lone Wolf. Það er líka við höfuðstöðvar okkar í Ellon en í Lone Wolf verður framleitt gin, single-malt vodka og víski og allt handunnið.

Á Íslandi er hægt að fá nokkrar tegundir af BrewDog bjórum. Hvern þeirra myndir þú opna rétt áður flautað er til leiks í fyrsta leik Íslands á EM í sumar?
Það yrði senuþjófurinn sjálfur, Punk IPA, bjórinn sem hóf handverksbjórsbyltinguna.

Á heimasíðu BrewDog geta áhugasamir um heimsókn í brugghúsið í Ellon fundið nánari upplýsingar og á hjá Icelandair má sjá hvað flugið til Aberdeen kostar.
Kjarninn fjallaði nýverið um BrewDog í áhugaverðri grein sem óhætt er að mæla með.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …