Eingöngu rafræn viðskipti um borð

icelandair umbord

Til að flýta fyrir afgreiðslunni taka áhafnir Icelandair nú aðeins við greiðslukortum. Til að flýta fyrir afgreiðslunni taka áhafnir Icelandair nú aðeins við greiðslukortum. Þeir voru orðnir fáir sem greiddu fyrir veitingar með reiðufé
Það tekur sjaldnast minna en þrjá tíma að fljúga frá Íslandi til útlanda og það eru þvi vafalítið ófáir farþegar sem fá sér hressingu í háloftunum. Hingað til hafa farþegar Icelandair getað greitt fyrir mat og annað, sem ekki er innifalið í fargjaldinu, með reiðufé en sú tíð er liðin. Nú taka áhafnir Icelandair nefnilega aðeins við kortum til að flýta fyrir afgreiðslunni en nýjar sölutölvur um borð gera fólki kleift að borga með bæði debet- og kreditkortum.

Fáir með seðla

„Þeir sem ferðast milli landa eru nánast undantekningalaust með debet- eða kreditkort og notkun seðla og myntar um borð er nú þegar mjög lítil. Við höfum ekki getað tekið þetta skref til fulls fyrr en nú þegar tæknin opnar þessa möguleika gagnvart debetkortunum og við getum þannig fylgt þeirri þróun sem við sjáum hjá ýmsum stærri flugfélögum í kringum okkur,” segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann bætir því við að farþegar geti einnig nýtt Vildarpunkta Icelandair sem greiðslu fyrir mat og tollfrjálsan varning.