Sekta seina flugfarþega um 15 þúsund krónur

easyjet gatwick

Óstundvísi er vandamál á næststærsta flugvelli Bretlands og forsvarsmenn easyJet ætla að tækla vandamálið á ákveðinn hátt. Óstundvísi er vandamál á næststærsta flugvelli Bretlands og forsvarsmenn easyJet ætla að tækla vandamálið á ákveðinn hátt.
Með tilkomu net- og sjálfsinnritunar eru flugfarþegar ekki eins bundnir af opnunartíma innritunarborðanna eins og áður fyrr. Nema auðvitað þeir sem þurfa að skila af sér farangri. Hinir geta látið sér nægja að mæta skömmu fyrir brottför en verða þó að taka með í reikninginn að raðirnar við vopnaleitina geta verið langar. Þannig er ástandið stundum á Gatwick flugvelli í London og það veldur því að flugfélögunum gengur illa að halda áætlun. Þar á meðal easyJet en félagið flýgur til að mynda allt árið um kring frá Gatwick til Íslands.

Loka vopnaleitinni

Til að reyna að ráða bót á þessum vanda hafa stjórnendur easyJet getið út að hér eftir verði allir farþegar að vera komnir að brottfararhliðinu að minnsta kosti hálftíma fyrir flugtak. Þeir sem eru of seinir verða að bíða eftir næsta flugi og borga 80 pund (nærri 15 þúsund krónur) í breytingargjald samkvæmt frétt Travelmole. Þar segir jafnframt að vopnaleitarhliðunum verði lokað hálftíma fyrir brottför og því mikilvægt að allir farþegar sú komnir í gegn áður en það gerist. Þeir farþegar easyJet sem óttast að missa af flugi geta hins vegar keypt sérstaka tryggingu sem bætir þess háttar skaða, kostar sú þjónusta 7,5 pund eða um 1400 krónur.