Samfélagsmiðlar

Skúli segist ekkert botna í flugflota Icelandair

Bæði Icelandair og WOW air eru að taka í notkun þotur sem eru mun stærri en þær flugvélar sem félögin hafa hingað til átt. Stóri munurinn er hins vegar sá að breiðþotur WOW eru nýlegar á meðan þotur Icelandair eru 15 ára gamlar. Eftir tvö ár fær Icelandair svo afhentar splunkunýjar vélar sem taka þó mun færri farþega en núverandi þotur. Forstjóri WOW air segist ekki átta sig ekki á samsetningu flugflota Icelandair.

wow skuli airbus

Nýir áfangastaðir og tíðari ferðir kalla á fleiri flugvélar og síðustu misseri hafa forsvarsmenn Icelandair og WOW air því þurft að stækka flugflota félaganna. Hingað til hefur floti Icelandair samanstaðið af Boeing 757 þotum sem taka 183 farþega en nýverið bætti félagið við sig tveimur Boeing 767 breiðþotum með 262 sætum. Tvær samskonar þotur í viðbót hafa verið keyptar fyrir áætlun Icelandair á næsta ári.

Í síðustu viku tók WOW air svo í gagnið glænýja Airbus 321 þotu með sæti fyrir 200 farþega og önnur eins bætist við á næstu vikum. Einnig fær félagið bráðlega þrjár Airbus 330 breiðþotur með sætum fyrir 350 farþega. Þessar fimm Airbus flugvélar sem WOW bætir við flota sinn þessa dagana eru annað hvort splunkunýjar eða nýlegar en til að mynda fóru nýju breiðþotur Icelandair sínar fyrstu ferðir árið 2000. Meðalaldur þeirra tuttugu og fjögurra Boeing 757 þota sem félagið á er um 20 ár. Meðalaldur flugvéla WOW air er hins vegar 2,5 ár.

Flugfloti Icelandair mun þó taka stakkaskiptum á fyrri hluta ársins 2018 þegar félagið fær afhentar fyrstu vélarnar af gerðunum Boeing 737 MAX8 og 737 MAX9. Íslenska félagið gekk frá pöntun á sextán þotum af þessum tegundum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót. Max þoturnar taka hins vegar mun færri farþega eða 153 annars vegar og 172 hins vegar.

Stærri vélar hið eina rétta

Flugvélakostir íslensku flugfélaganna munu því þróast í ólíkar áttir á næstu árum en Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, segir ekki sjá annað fyrir sér en að félagið muni halda áfram að byggja upp flota með stærri vélum sem taka að lágmarki 200 farþega. „Flugvellir víða um heim eru að fyllast eða eru orðnir fullir, ekki bara í London, Frankfurt, New York og Boston heldur líka Keflavíkurflugvöllur. Því er eina leiðin til að fjölga farþegum að nota stærri flugvélar í núverandi afgreiðslutímum (slottum) og það er klárlega sú leið sem við ætlum,” segir Skúli. Hann segir jafnframt að hin nýja kynslóð Airbus þota geri WOW kleift að fjölga sætum um borð án þess að það bitni á bili milli sæta eða þægindum farþega að öðru leyti. „Við erum að vinna náið með Airbus og eru með ánægð með samstarfið og teljum að þróun Airbus vélanna henti okkur og leiðarkerfinu vel og horfum því til þess að byggja upp flugflota með nýjum og nýlegum A321 og A330 þotum.”

Mikill eldsneytissparnaður

Sem fyrr segir stefnir í að þorri flugvéla Icelandair í framtíðinni verði mun minni og segist Skúli ekki átta sig þróun mála hjá keppinautnum. „Ég botna ekkert í flotastefnu Icelandair, hvorki að halda áfram að taka inn tuttugu ára gamlar vélar í núverandi árferði né að fjárfesta í þotum sem rúma færri farþega en vélarnar sem fyrir eru. Sérstaklega á meðan vextir á fjármálamörkuðum eru í sögulegu lágmarki og eldsneytissparnaðurinn af því að vera með nýjan flota stendur hæglega undir mismuninum við að kaupa nýjar flugvélar. Við fjármögnum okkur erlendis og það er ánægjulegt að sjá hvað við fáum frábær kjör hjá erlendum bönkum og það gerir okkur kleift að fylgja þessari stefnu.”

Vélarnar koma á réttum tíma fyrir Kaliforníu

Þann níunda júní fer WOW air jómfrúarferð sína til San Francisco og viku síðar er fyrsta ferðin til Los Angeles á dagskrá. Flugfélagið mun nýta hinar nýju Airbus 330 vélar í þetta flug en þær eru enn ókomnar til landsins en verða hér á réttum tíma sögn Skúla. Hann segir að það hafi reynst aðeins tímafrekara en gert var ráð fyrir að skipta um sæti í vélunum og gera þær að einu stóru farrými. Í breiðþotunum verða sæti fyrir 350 farþega og verður bilið milli sæta 84 sentimetrar. Það er meira sætabil, á almennu farrými, en gerist og gengur hjá flugfélögunum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli í sumar líkt og niðurstöður nýrrar könnunar Túrista sýna.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …