Samfélagsmiðlar

Skúli segist ekkert botna í flugflota Icelandair

Bæði Icelandair og WOW air eru að taka í notkun þotur sem eru mun stærri en þær flugvélar sem félögin hafa hingað til átt. Stóri munurinn er hins vegar sá að breiðþotur WOW eru nýlegar á meðan þotur Icelandair eru 15 ára gamlar. Eftir tvö ár fær Icelandair svo afhentar splunkunýjar vélar sem taka þó mun færri farþega en núverandi þotur. Forstjóri WOW air segist ekki átta sig ekki á samsetningu flugflota Icelandair.

wow skuli airbus

Nýir áfangastaðir og tíðari ferðir kalla á fleiri flugvélar og síðustu misseri hafa forsvarsmenn Icelandair og WOW air því þurft að stækka flugflota félaganna. Hingað til hefur floti Icelandair samanstaðið af Boeing 757 þotum sem taka 183 farþega en nýverið bætti félagið við sig tveimur Boeing 767 breiðþotum með 262 sætum. Tvær samskonar þotur í viðbót hafa verið keyptar fyrir áætlun Icelandair á næsta ári.

Í síðustu viku tók WOW air svo í gagnið glænýja Airbus 321 þotu með sæti fyrir 200 farþega og önnur eins bætist við á næstu vikum. Einnig fær félagið bráðlega þrjár Airbus 330 breiðþotur með sætum fyrir 350 farþega. Þessar fimm Airbus flugvélar sem WOW bætir við flota sinn þessa dagana eru annað hvort splunkunýjar eða nýlegar en til að mynda fóru nýju breiðþotur Icelandair sínar fyrstu ferðir árið 2000. Meðalaldur þeirra tuttugu og fjögurra Boeing 757 þota sem félagið á er um 20 ár. Meðalaldur flugvéla WOW air er hins vegar 2,5 ár.

Flugfloti Icelandair mun þó taka stakkaskiptum á fyrri hluta ársins 2018 þegar félagið fær afhentar fyrstu vélarnar af gerðunum Boeing 737 MAX8 og 737 MAX9. Íslenska félagið gekk frá pöntun á sextán þotum af þessum tegundum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót. Max þoturnar taka hins vegar mun færri farþega eða 153 annars vegar og 172 hins vegar.

Stærri vélar hið eina rétta

Flugvélakostir íslensku flugfélaganna munu því þróast í ólíkar áttir á næstu árum en Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, segir ekki sjá annað fyrir sér en að félagið muni halda áfram að byggja upp flota með stærri vélum sem taka að lágmarki 200 farþega. „Flugvellir víða um heim eru að fyllast eða eru orðnir fullir, ekki bara í London, Frankfurt, New York og Boston heldur líka Keflavíkurflugvöllur. Því er eina leiðin til að fjölga farþegum að nota stærri flugvélar í núverandi afgreiðslutímum (slottum) og það er klárlega sú leið sem við ætlum,” segir Skúli. Hann segir jafnframt að hin nýja kynslóð Airbus þota geri WOW kleift að fjölga sætum um borð án þess að það bitni á bili milli sæta eða þægindum farþega að öðru leyti. „Við erum að vinna náið með Airbus og eru með ánægð með samstarfið og teljum að þróun Airbus vélanna henti okkur og leiðarkerfinu vel og horfum því til þess að byggja upp flugflota með nýjum og nýlegum A321 og A330 þotum.”

Mikill eldsneytissparnaður

Sem fyrr segir stefnir í að þorri flugvéla Icelandair í framtíðinni verði mun minni og segist Skúli ekki átta sig þróun mála hjá keppinautnum. „Ég botna ekkert í flotastefnu Icelandair, hvorki að halda áfram að taka inn tuttugu ára gamlar vélar í núverandi árferði né að fjárfesta í þotum sem rúma færri farþega en vélarnar sem fyrir eru. Sérstaklega á meðan vextir á fjármálamörkuðum eru í sögulegu lágmarki og eldsneytissparnaðurinn af því að vera með nýjan flota stendur hæglega undir mismuninum við að kaupa nýjar flugvélar. Við fjármögnum okkur erlendis og það er ánægjulegt að sjá hvað við fáum frábær kjör hjá erlendum bönkum og það gerir okkur kleift að fylgja þessari stefnu.”

Vélarnar koma á réttum tíma fyrir Kaliforníu

Þann níunda júní fer WOW air jómfrúarferð sína til San Francisco og viku síðar er fyrsta ferðin til Los Angeles á dagskrá. Flugfélagið mun nýta hinar nýju Airbus 330 vélar í þetta flug en þær eru enn ókomnar til landsins en verða hér á réttum tíma sögn Skúla. Hann segir að það hafi reynst aðeins tímafrekara en gert var ráð fyrir að skipta um sæti í vélunum og gera þær að einu stóru farrými. Í breiðþotunum verða sæti fyrir 350 farþega og verður bilið milli sæta 84 sentimetrar. Það er meira sætabil, á almennu farrými, en gerist og gengur hjá flugfélögunum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli í sumar líkt og niðurstöður nýrrar könnunar Túrista sýna.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …