Vann flugmiða fyrir fyrir tvo til Bandaríkjanna

delta flugvel stor

Vinningshafinn í ferðaleik Delta er fundinn. Vinningshafinn í ferðaleik Delta er fundinn.
Síðustu vikur hafa þúsundir lesenda Túrista tekið þátt í ferðaleik Delta hér á síðunni. Þar var spurt hversu margar flugvélar Delta hefur á sínum snærum og svarið var 809. Langflestir sem tóku þátt sendu inn rétt svar en það var nafn Lindu Jónsdóttur sem dregið úr pottinum. Hlýtur hún að launum flugmiða fyrir tvo til Bandaríkjanna með Delta. Túristi óskar Lindu og ferðafélaga hennar góðrar ferðar og þakkar öllum hinum fyrir þátttökuna.

Bæta í Íslandsflugið

Síðustu fimm sumur hefur Delta flogið hingað frá John F. Kennedy flugvelli í New York en mun nú starfrækja flugið allt árið um kring. Auk þess býður félagið nú einnig upp á flug hingað frá Minneapolis. Umsvif þessa stærsta flugfélags í heimi, í farþegum talið, hafa því aukist verulega í ár. Delta er jafnframt eina flugfélagið sem býður upp á sérstaka svefnstóla í Íslandsflugi, en þó aðeins á fremsta farrými.