Samfélagsmiðlar

Gengið um Brussel með íslenskum heimamönnum

Brussel gengid

Þau Tinna og Kristinn búa í höfuðborg Belgíu og bjóða ferðafólki upp á gönguferðir um borgina. Þau Tinna Ottesen og Kristinn Guðmundsson voru eitt sinn sveitungar í Kaupmannahöfn en hafa síðustu ár bæði búið í höfuðborg Belgíu. Þau eru bæði að klára listnám en bjóða líka ferðafólki upp á gönguferðir um þessa fallegu borg sem þau segja vera sneisafulla af girnilegum veitingum.
Afhverju að bjóða upp á skoðunarferðir um Brussel? Við höfðum bæði verið með þá hugmynd í maganum að bjóða uppá gönguferðir um borgina eftir að hafa tekið á móti mörgum góðum gestum og Tinna hefur líka skipulagt hópferðir hingað. Viðbrögð fólks eru ávallt mjög jákvæð þegar það uppgötvar að Brussel er langt frá því að standa undir ímyndinni um að vera leiðinleg skrifræðisborg heldur nær því að vera grænt og kaotískt fjölmenningarsamfélag. Nú er Icelandair byrjað að fljúga hingað allt árið og þar með er aðgengið að borginni fyrir Íslendinga auðveldara en eins kemur til okkar í gönguferðir fólk sem býr í öðrum hlutum Brussel og langar í ný sjónarhorn af borginni.

Vorin æðisleg

Er einhver árstími betri fyrir Brusselreisur en annar? Það er yfirleitt betra veður í Brussel en á Ísland svo það er alltaf gott að koma hingað. Það kom okkur svolítið á óvart hvað Brussel er sunnarlega og ef það koma hitabylgjur í ágúst er eiginlega of heitt. Við kunnum alla vega enn ekki alveg að haga okkur í tæplega 40 gráðu hita og 70 prósent raka. Það eru hins vegar nokkrir hápunktar á árinu. Til dæmis eru vorin og sumarbyrjunin æðisleg. Langþráður hitinn mætir á svæðið, kaffihúsin setja upp útiborðin og torg fyllast af fólki. Í maí er jazzfestival og þá eru fríir tónleikar út um allan bæ og Kunstendesart, sem er ein virtasta sviðslistahátíð í heimi. Brussel minnir menningarlega um margt á Reykjavík, þar sem það er alltaf offramboð af tónleikum, dans- og leiksýningum.
Brussel er líka mikil jólaborg, og á St. Catherine torginu er settur upp jólamarkaður með mat og jólagjöfum, heitum vöfflum og bjórum sem er auðvelt að eyða heilli kvöldstund á.

Bjór, súkkulaði og belgískar franskar

Hvað finnst ykkur að ferðamenn verði að smakka í heimsókninni? Brussel er rosaleg matarborg og hér eru víst fleiri Michelin veitingastaðir á fermetra en í París. Það allra mikilvægasta er hins vegar súröl eða lambic bjórar sem eru upprunanlega frá Brussel og bæjunum í kring. Þeir eiga það sameiginlegt að vera bruggaðir í opnum kerjum og eru ekki bruggaðir með hefðbundnu geri því það berst til karsins með andrúmsloftinu. Því skiptir miklu máli hvar þeir eru bruggaðir. Eitt mjög þekkt afbrigði af þeim, Krieg, er bruggað úr súrum kirsuberjum. Þeir geta verið mjög súrir og eru ekki allra en alveg nauðsynlegt að prufa. Þegar minnst er á belgíska bjóra, hugsa flestir fyrst til svokallaðra Trappist bjóra, sem eru bruggaðir í klaustrum með aldagömlum aðferðum og þeir eru rótsterkir en ljúffengir.
Belgía er ekki einungis þekkt fyrir bjór heldur einnig belgískar kartöflur, eða franskar eins og við þekkjum þær. Einn vinsælasti „belgísku-kartöflu-staðurinn“ er Maison Antoine sem er á Place Jourdan. Hann er alveg frábær og sumir tala um bestu kartöflur Belgíu! Gott ráð er að fara kaupa sér belgískar (gæti verið 20 mínútna biðröð en vel þess virði) setjast svo á einhvern barinn í kring og panta sér bjór með.
Brussel er alveg botnlaus af áhugaverðum mat, allt frá þurrkuðum pylsum og æðislegum ostum til þykkra pottrétta sem matreiddir er úr allskyns belgískum bjórum. Belgísk matargerð er ekkert svo fjarlæg þeirri íslensku, uppistaðan er kartöflur og kjöt en bara svo miklu meira „gourmet”. Súkkulaðið hér er náttúrulega alveg æðislegt og það er gaman að kynnast nýrri hugmyndarfræði um súkkulaði. Í Brussel er krökt af handverks súkkulaðibúðum og svo má ekki gleyma heita súkkulaðinu…guð minn góður.

Fjölbreytt hverfi út um alla borg

Eigið þið ykkur uppáhalds hverfi? Brussel er samansafn 19 þorpa og í hverju þorpi er kjarni sem kalla mætti miðbæ. Hvert þorp hefur ólíkt yfirbragð, og innan hvers þorps eru jafnvel nokkur minni hverfi. Þetta gerir Brussel að mjög skemmtilegri borg að búa í því maður hefur á tilfinningunni að það sé endalaust hægt að uppgötva eitthvað nýtt. En það eru auðvitað staðir í borginni þar sem við sækjum endurtekið í og St. Catherine svæðið er eitt af þeim. Það mætti kalla það Austurvöll Brussel og þangað kemur heimafólk til jafns við ferðafólk til að sitja á útiveitingastöðum, á kirkjutröppum eða standa við útiborð sjávarréttastaðanna og fá sér smárétti, freyðivín og belgískan bjór. Parvis í St. Gilles hverfinu er annar skurðpunktur í borginni þar sem er krökt af kaffihúsum, veitingastöðum og fólki sem er ekkert að flýta sér. Eða eins og pabbi myndi segja, þarna er gaman að sitja og fylgjast með mannlífinu. Svæðið hefur orð á sér að vera bóhema hverfi, þar sem listafólk og ungar fjölskyldur setjast að.

Þeir sem vilja slást í för með Tinnu og Kristni, til að mynda í tengslum við vinnuferð til Brussel, fá allar upplýsingar um ferðirnar á heimasíðu þeirra, Gengið í Brussel og Facebooksíðu. Icelandair býður upp á flug til Brussel allt árið um kring.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …