Hlutdeild minni flugfélaga tvöfaldast

flugtak 860 a

Í apríl buðu þrettán flugfélög upp á áætlunarferðir til útlanda en þau voru níu á sama tíma í fyrra. Í apríl buðu þrettán flugfélög upp á áætlunarferðir til útlanda en þau voru níu á sama tíma í fyrra.
Sífellt fleiri erlend flugfélög stunda nú Íslandsflug allt árið um kring. Eins hefst sumarvertíð annarra félaga hér á landi fyrr en vanalega. Þar af leiðandi fjölgaði flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði um nærri því helming eða úr níu í þrettán í samanburði við apríl á síðasta ári. Aprílmánuðina þar á undan voru þau sjö talsins. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu þá eru það ávallt sömu fimm félögin sem eru umsvifamest þegar litið er til fjölda brottfara. Vægi þessara fimm fer þó lækkandi því í apríl í fyrra stóðu þau undir um 97 prósentum allra áætlunarferða en hlutfallið í síðasta mánuði var tæplega 93 prósent. Hlutdeild þeirra minna eykst því úr þremur í rúmlega 7 prósent. Sem fyrr er Icelandair langstærsta flugfélagið hér á landi en WOW bætir verulega við sína hlutdeild milli ára og með nýju Kaupmannahafnarflugi þá bætir SAS líka þónokkru við sína hlutdeild. 
Í þessum daglegu talningum Túrista á flugumferð um Keflavíkurflugvöll er aðeins litið til fjölda flugferða en ekki farþegafjölda enda eru síðarnefndu tölurnar ekki opinberar.