Samfélagsmiðlar

Með Icelandair til stærsta þyrluflugvallar Evrópu

aberdeen flugvollur

Það er ekki flókið að fara um flugstöðina í Aberdeen þrátt fyrir allar þyrlurnar. Það er ekki flókið að fara um flugstöðina í Aberdeen þrátt fyrir allar þyrlurnar.
Einn helsti kosturinn við að fljúga til minni borga er sá að þar eru flugstöðvarnar alla jafna smáar í sniðum og því fljótlegt að fara um þær. Ein af undantekningunum frá þessari reglu er Keflavíkurflugvöllur sem er merkilega stór miðað við fámennið hér á landi. Flugstöðin í Aberdeenskíri er hins vegar lítil og þægileg þó íbúarnir þar séu litlu færri en hér á landi eða kvartmilljón. Farþegar sem eru eingöngu með handfarangur komast því frá flugvélinni og upp í leigubíl eða flugvallarrútu á nokkrum mínútum. Hinir sem eru með stærri tösku, eða golfsett, sækja sitt á eina farangursbeltið í flugstöðinni. Einfaldara gæti það varla verið.

Ferðamenn í stað olíu

Þrátt fyrir smæð flughafnarinnar í Aberdeen þá er hún engu að síður stærsti þyrluflugvöllur í Evrópu og þar standa þyrlur af öllum stærðum og gerðum á meðan flugflotinn er mun minni. Ástæðan fyrir þessari miklu þyrluumferð er sú að við austurströnd Skotlands liggja óteljandi olíuborðpallar og Aberdeen er helsta miðstöð breska olíuiðnaðarins. Það er ástæðan fyrir því að fasteignaverð í Aberdeen með því hæsta sem þekkist í Bretlandi. Umferðin út á olíupallana hefur hins vegar dregist saman síðustu misseri því umsvifin þar hafa minnkað með lækkandi olíuverði. Og einmitt vegna þessara breytinga vilja hæstráðendur í Aberdeen og nágrenni setja kraft í ferðaþjónustuna og fagna því nýju áætlunarflugi Icelandair til borgarinnar. Með komu íslenska flugfélagsins styttist til að mynda ferðatíminn milli Aberdeen og flestra borga í N-Ameríku töluvert og íbúar Aberdeen, á leið vestur um haf, geta þá líka flogið beint úr heimabyggð í stað þess að fara um Edinborgarflugvöll.

Varla fríhöfn

Á sama hátt og það tekur skamman tíma að koma sér frá flugvél og út á götu við komuna til Aberdeen þá er leiðin frá innritunarborðinu og að brottfararhliði flugvallarins stutt. Stærð flughafnarinnar takmarkar hins vegar úrvalið af mat og varningi og farþegar sem mæta í flugið svangir eða eiga eftir að redda gjöfum hafa ekki úr miklu að moða. Þarna er bókabúð, lítil fríhafnarverslun, krá með einfaldan matseðil og svo kaffihús. Það er því vissara að borða niðri í bæ áður en heimferðin hefst. 
Það tekur um hálftíma að keyra milli Aberdeen og flugstöðvarbyggingarinnar og skiptir þá litlu hvort setið er í leigubíl eða flugvallarrútunni. Fyrri kosturinn kostar um 15 pund en sá seinni er fimmtungi ódýrari en þar er frítt net um borð. Gott er að hafa í huga að skoskir leigubílstjórar taka oft ekki við greiðslukortum.

Túristi heimsótti Aberdeen í boði Icelandair og ferðamálaráðs Aberdeenskíris. 
Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …