Þú getur farið út í dag, morgun eða hinn fyrir minna en 10 þúsund

paris Ile de la cite

Sumaráætlun flugfélaganna er hafin en þar sem ferðamannastraumurinn sé ennþá ekki kominn á fullt þá er mikið af ódýrum sætum í þotunum sem fljúga frá landinu næstu daga Sumaráætlun flugfélaganna er hafin en þar sem ferðamannastraumurinn sé ennþá ekki kominn á fullt þá er mikið af ódýrum sætum í þotunum sem fljúga frá landinu næstu daga.
Langar þig til útlanda ekki seinna en á morgun? Þá geturðu flogið til London, Parísar, Genfar og jafnvel Toronto og Montreal fyrir um 10 þúsund krónur síðar í dag eða morgun. Flugið heim kostar hins vegar oft meira og svo má ekki gleyma að flugfélögin sem bjóða svona lág fargjöld rukka oftast aukalega fyrir farangur. Þeir sem telja sig hins vegar geta komist af með litla tösku og hafa hugsað sér að eyða meiri tíma í að njóta lífsins í stað þess að versla geta því flogið út í heim fyrir lítið þó fyrirvarinn sé nánst ekki neinn.
Túristi hefur skoðað úrvalið af ódýrum flugferðum, báðar leiðir, fyrir þá sem komast út í dag eða um helgina og eins og sjá má er framboðið töluvert.

Út um helgina og heim í næstu viku (verð m.v. báðar leiðir):

Dublin
15. til 19.maí: 16.997 kr. með WOW
Bristol
15. til 19.maí: 17.016 kr. með easyJet
Genf
14. til 16.maí: 18.946 kr. með easyJet
London
14. til 16.maí: 22.573 kr. með easyJet
Edinborg
15. til 17.maí: 22.573 kr. með easyJet
Búdapest
15. til 18.maí: 23.743 kr. með Wizz Air
Barcelona
13. til 16.maí: 26.996 kr. með WOW
París
14. til 16.maí: 28.634 kr. með Transavia

Hér fyrir neðan má svo gera samanburð á gistingu í þessum borgum og víða annars staðar: