Sumarflugið til Kaupmannahafnar ódýrara en áður

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau

Ánægjuleg verðþróun fyrir þá sem ætla til gömlu höfuðborgarinnar á næstunni en hafa ekki bókað far. Þeir sem eru að spá í London eða Ósló kætast síður. Ánægjuleg verðþróun fyrir þá sem ætla til gömlu höfuðborgarinnar á næstunni en hafa ekki bókað far. Þeir sem eru að spá í London eða Ósló kætast síður.
Ef þú bókar í dag flugmiða til Kaupmannahafnar og heim aftur í viku 32 (8. til 14. ágúst) þá kostar ódýrasti farmiðinn tæpar 38 þúsund krónur og það er SAS sem býður best. Sá sem var í sömu sporum fyrir ári síðan þurfti hins vegar að borga að lágmarki 53.205 kr. Ef ferðinni er hins vegar heitið til dönsku höfuðborgarinnar eftir fjórar vikur þá hefur lægsta fargjaldið á markaðnum lækkað úr nærri 36 þúsund krónum í 32 þúsund og þá er það Icelandair sem er með lægsta verðið. Hugsanleg skýring á þessari lækkun er sú að nú flýgur SAS, stærsta flugfélag Norðurlanda, daglega milli Íslands og Kaupmannahafnar. Alla vega eru ódýrustu fargjöldin í dag lægri en þau hafa verið sl. tvö ár samkvæmt mánaðarlegum verðkönnum Túrista sem framkvæmdar hafa verið síðan snemma árs 2012. Farmiðar til London eru hins vegar á svipuðu róli og áður í júní en lágt farmiðaverð WOW til borgarinnar í ágúst sker sig úr. Fargjöldin til Óslóar eru hins vegar umtalsvert hærri í júní og hafa hækkað hjá SAS og Norwegian í ágúst en lækkað hjá Icelandair eins og sjá má á súluritunum hér fyrir neðan.
Í könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan sömu viku en lágmarksdvöl í útlöndum er tvær nætur. Farangursgjaldi er bætt við þegar við á.