Samfélagsmiðlar

Tekjur á hvern farþega WOW jukust um 1.407 krónur

Hver farþegi WOW air skilar núna meiru í kassann nú en áður en skýringuna er þó ekki að finna í hækkandi farmiðaverði að mati forstjóra og eiganda félagsins.

wowair freyja

Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra námu tekjur WOW air á hvern farþega 19.318 krónum. Þær hækkuðu hins vegar um rúmlega sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða upp í 20.725 krónur samkvæmt útreikningum Túrista sem byggðir eru á upplýsingum úr fréttatilkynningum WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir lengri flugleiðir skýra muninn og bendir á að á fyrsta ársfjórðungi í fyrra hafi félagið ekki flogið til Bandaríkjanna né til Kanaríeyja. Þangað hafa þotur félagsins hins vegar farið oft í viku allt þetta ár. Skúli fullyrðir að verð á flugi til flestra áfangastaða hafi farið lækkandi í ár og skýringuna á auknum tekjum per farþega er því ekki að finna í hækkandi fargjöldum.

Tölurnar hækka hratt

Mikill viðsnúningar varð á rekstri WOW air á fyrsta ársfjórðungi og skilaði félagið 400 milljón króna hagnaði en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra nam tapið 280 milljónum. Flugáætlun félagsins ríflega tvöfaldaðist á tímabilinu, veltan jókst ennþá meira og farþegafjöldinn fór úr 88 þúsundum í 193 þúsund samkvæmt tilkynningu frá WOW air. Hagnaðurinn á tímabilinu er meðal annars áhugaverður fyrir þær sakir að flugfélög skila oftar en ekki tapi þessa fyrstu mánuði ársins þegar færri eru á ferðinni. Þannig hefur rekstur Icelandair Group vanalega verið í mínus fyrstu þrjá mánuði ársins og svo var einnig í ár. Þar með er ekki sagt að flugrekstur félagsins hafi skilað tapi en þar sem fyrirtækjasamsteypan gerir upp alla sína starfsemi í einu þá er ekki opinbert hver afkoma flugfélagsins Icelandair var ein og sér. Hins vegar sést í uppgjöri Icelandair Group, fyrir fyrsta ársfjórðung, að farþegatekjur Icelandair og Flugfélags Íslands jukust um rúmlega tíund frá því í fyrra.

37 prósent hærri tekjur hjá WOW

Vegna samsetningar Icelandair Group þá liggur beinna við að bera saman afkomu WOW air og hins norska Norwegian. Þessi tvö fyrirtæki eru nefnilega sambærileg að mörgu leyti, bæði eru þau t.a.m. norræn lággjaldaflugfélög sem bjóða upp á flug yfir hafið. Flugfloti beggja er líka nýlegur og þar með eyðslugrannur í samanburði við félög með eldri flugvélar. Norwegian var sem fyrr rekið með tapi á fyrsta ársfjórðungi en félagið skilar samt sem áður oftast hagnaði þegar allt árið er gert upp. Farþegum Norwegian hefur fjölgað verulega í ár, líkt og hjá WOW, en tekjur á hvern farþega norska félagsins eru tæpar 13 þúsund krónur eða 37 prósent lægri en hjá WOW air eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Megin skýringin á þessum muni er líklegast sú að Norwegian er mjög umsvifamikið í innanlandsflugi í Skandinavíu og svo stutt flug skila minni tekjum þó þau geti verið ábatasöm.

Þakkar starfsfólkinu

Aðspurður um þessa jákvæðu afkomu í byrjun árs segir Skúli að arðsemi af rekstrinum sé í augnablikinu ekki aðalatriði hjá sér heldur frekar að búa félagið undir áframhaldandi vöxt. Hann segist þó vera mjög ánægður að sjá að viðskiptamódelið gangi upp yfir vetrarmánuðina og það sé merkilegt að sætanýtingin sé 88 prósent á sama tíma og umsvifin hafi tvöfaldist. „Síðast en ekki síst erum við komin með frábært teymi sem veit hvert það er að fara og hvernig á að komast þangað,” bætir Skúli við.

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …