Stjórnarráðið borgar 13.462 krónur fyrir flugsætið

kaupmannahofn paris

Aðeins eitt gilt tilboð barst í útboði Stjórnarráðsins á farmiðakaupum var það mun lægra gert var ráð fyrir. Aðeins eitt gilt tilboð barst í útboði Stjórnarráðsins á farmiðakaupum var það mun lægra gert var ráð fyrir. Erlendur flugfélögin tóku ekki þátt og forstjóri segir þörf á skýrri reglu um kaup á flugsætum fyrir opinbera starfsmenn.
Í febrúar auglýsti Ríkiskaup útboð á farmiðakaupum allra ráðuneytanna og var þetta í fyrsta skipti í fimm ár sem hið opinbera óskar eftir tilboðum í flugsæti. Útboðið var í tveimur hlutum og í þeim fyrri var beðið um fast verð í flugmiða til Brussel, Kaupmannahafnar og Parísar en ferðafjöldinn til þessara áfangastaða nemur 30 prósentum af öllum flugferðum starfsmanna Stjórnarráðsins. Icelandair er eina félagið sem flýgur héðan til allra þessara þriggja borga en félagið sendi þó ekki inn tilboð. WOW air bauð hins vegar í flug til höfuðborga Frakklands og Danmerkur og samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu verður gengið til samninga við WOW vegna tilboðsins.
Kostnaðaráætlun vegna fyrri hluta útboðsins var 17 milljónir en samkvæmt upplýsingum Túrista frá Ríkiskaupum vógu ferðirnar til Brussel þyngst og áætlun fyrir flug til Parísar og Kaupmannahafnar hljómaði því upp á 9,3 milljónir. WOW air bauð hins vegar 3,5 milljónir, eða 38 prósent af kostnaðarverði, í flugið til borganna tveggja. Um er að ræða kaup á 260 flugleggjum og meðalverð hvers og eins er þá 13.462 krónur.

Íslendingar lítill hluti farþeganna

Til samanburðar var kostnaðaráætlun fyrir flugið til Brussel upp á 38.500 krónur á hvern legg. Icelandair er eina félagið sem flýgur til höfuðborgar Belgíu en þar er fjöldi evrópskra og alþjóðlegra stofnanna með aðsetur en þrátt fyrir það eru íslenskir ríkisstarfsmenn ekki stór hluti farþeganna sem nýtir sér þessar áætlunarferðir. Belgar á leið til Íslands og Bandaríkjamenn á leið til Brussel eru nefnilega algengustu farþegahóparnir líkt og Túristi greindi frá þegar Icelandair hóf að fljúga allt árið um kring til borgarinnar.

Erlendu flugfélögin tóku ekki þátt

Bæði íslensku flugfélögin sendu inn tilboð í seinni hluta útboðsins en í honum óskað var eftir föstum afslætti, en ekki föstu verði, í flug til ofangreindra þriggja borga auk sjö annarra; Stokkhólms, Óslóar, London, Helsinki, New York, Washington og Genfar. Tilboð Icelandair var metið ógilt og þar með tókst ekki að uppfylla þá kröfu Stjórnarráðsins að samið yrði við að minnsta kosti tvö flugfélög um flug til borganna tíu. Því verður ekki gerður afsláttarsamningur við WOW um flug til þessara staða en félagið býður upp á áætlunarferðir til sex af borgunum tíu. Icelandair er eina félagið sem flýgur héðan til allra þessara áfangastaðanna en auk þess bjóða SAS, British Airways, Norwegian, Delta og easyJet upp á flug héðan nokkurra af þessum stöðum. Ekkert þessara flugfélaga sendi hins vegar inn tilboð en líkt og Túristi greindi frá í vetur þá voru forsvarsmenn nokkurra erlendra flugfélaga áhugasamir um útboðið.

Einfaldast að velja ódýrasta flugið

Aðspurður um útboðið segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW, að hann fagni að sjálfsögðu því að WOW hafi unnið fyrsta áfanga þess. „Ég skil hinsvegar ennþá ekki af hverju þetta þarf að vera svona flókið og að endurtaka þurfi hluta af útboðinu. Í mínum huga á einfaldlega að setja skýra reglu um að opinberir starfsmenn ríkis, sveitarfélaga, ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja beri ávallt að velja ódýrasta flugið. Allt annað er sóun á almannafé,” bætir hann við.
Samkvæmt tilkynningu fjármálaráðuneytisins er núna unnið að útboði á farmiðum fyrir stofnanir ríkisins og mun Stjórnarráðið taka þátt í því þar sem ekki náðist að sem um almenn afsláttarkjör í nýafloknu útboði.