Samfélagsmiðlar

Stjórnarráðið borgar 13.462 krónur fyrir flugsætið

kaupmannahofn paris

Aðeins eitt gilt tilboð barst í útboði Stjórnarráðsins á farmiðakaupum var það mun lægra gert var ráð fyrir. Aðeins eitt gilt tilboð barst í útboði Stjórnarráðsins á farmiðakaupum var það mun lægra gert var ráð fyrir. Erlendur flugfélögin tóku ekki þátt og forstjóri segir þörf á skýrri reglu um kaup á flugsætum fyrir opinbera starfsmenn.
Í febrúar auglýsti Ríkiskaup útboð á farmiðakaupum allra ráðuneytanna og var þetta í fyrsta skipti í fimm ár sem hið opinbera óskar eftir tilboðum í flugsæti. Útboðið var í tveimur hlutum og í þeim fyrri var beðið um fast verð í flugmiða til Brussel, Kaupmannahafnar og Parísar en ferðafjöldinn til þessara áfangastaða nemur 30 prósentum af öllum flugferðum starfsmanna Stjórnarráðsins. Icelandair er eina félagið sem flýgur héðan til allra þessara þriggja borga en félagið sendi þó ekki inn tilboð. WOW air bauð hins vegar í flug til höfuðborga Frakklands og Danmerkur og samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu verður gengið til samninga við WOW vegna tilboðsins.
Kostnaðaráætlun vegna fyrri hluta útboðsins var 17 milljónir en samkvæmt upplýsingum Túrista frá Ríkiskaupum vógu ferðirnar til Brussel þyngst og áætlun fyrir flug til Parísar og Kaupmannahafnar hljómaði því upp á 9,3 milljónir. WOW air bauð hins vegar 3,5 milljónir, eða 38 prósent af kostnaðarverði, í flugið til borganna tveggja. Um er að ræða kaup á 260 flugleggjum og meðalverð hvers og eins er þá 13.462 krónur.

Íslendingar lítill hluti farþeganna

Til samanburðar var kostnaðaráætlun fyrir flugið til Brussel upp á 38.500 krónur á hvern legg. Icelandair er eina félagið sem flýgur til höfuðborgar Belgíu en þar er fjöldi evrópskra og alþjóðlegra stofnanna með aðsetur en þrátt fyrir það eru íslenskir ríkisstarfsmenn ekki stór hluti farþeganna sem nýtir sér þessar áætlunarferðir. Belgar á leið til Íslands og Bandaríkjamenn á leið til Brussel eru nefnilega algengustu farþegahóparnir líkt og Túristi greindi frá þegar Icelandair hóf að fljúga allt árið um kring til borgarinnar.

Erlendu flugfélögin tóku ekki þátt

Bæði íslensku flugfélögin sendu inn tilboð í seinni hluta útboðsins en í honum óskað var eftir föstum afslætti, en ekki föstu verði, í flug til ofangreindra þriggja borga auk sjö annarra; Stokkhólms, Óslóar, London, Helsinki, New York, Washington og Genfar. Tilboð Icelandair var metið ógilt og þar með tókst ekki að uppfylla þá kröfu Stjórnarráðsins að samið yrði við að minnsta kosti tvö flugfélög um flug til borganna tíu. Því verður ekki gerður afsláttarsamningur við WOW um flug til þessara staða en félagið býður upp á áætlunarferðir til sex af borgunum tíu. Icelandair er eina félagið sem flýgur héðan til allra þessara áfangastaðanna en auk þess bjóða SAS, British Airways, Norwegian, Delta og easyJet upp á flug héðan nokkurra af þessum stöðum. Ekkert þessara flugfélaga sendi hins vegar inn tilboð en líkt og Túristi greindi frá í vetur þá voru forsvarsmenn nokkurra erlendra flugfélaga áhugasamir um útboðið.

Einfaldast að velja ódýrasta flugið

Aðspurður um útboðið segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW, að hann fagni að sjálfsögðu því að WOW hafi unnið fyrsta áfanga þess. „Ég skil hinsvegar ennþá ekki af hverju þetta þarf að vera svona flókið og að endurtaka þurfi hluta af útboðinu. Í mínum huga á einfaldlega að setja skýra reglu um að opinberir starfsmenn ríkis, sveitarfélaga, ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja beri ávallt að velja ódýrasta flugið. Allt annað er sóun á almannafé,” bætir hann við.
Samkvæmt tilkynningu fjármálaráðuneytisins er núna unnið að útboði á farmiðum fyrir stofnanir ríkisins og mun Stjórnarráðið taka þátt í því þar sem ekki náðist að sem um almenn afsláttarkjör í nýafloknu útboði.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …