Bílaleigubíll nauðsynlegur í partíborginni Reykjavík

hallgrimskirkja Chris lawton

Útbreiddasta dagblað Svíþjóðar mælir með að barnafjölskyldur hafi bíl til umráða þegar þær heimsækja höfuðborgina.
„Partíborgin hefur upp á mikið að bjóða fyrir barnafjölskyldur. Alla vega fyrir þá sem eru til í að eyða smá tíma í bílaleigubíl. Þess háttar er nefnilega nauðsynlegt til að sjá það markverðast fyrir utan höfuðborgina. Hér finnur þú hveri, fossa og ótrúlega áhugavert tungllandslag. Byggingarlistin stendur einnig fyrir sínu og þar er Hallgrímskirkja þekktasta dæmið. Og ef börnin eru í góðu skapi þá er kjörið að ljúka deginum á hinu fína 101 Hotel þar sem listakonan Björk sést víst stundum á barnum. En þú mátt búast við því að það kosti sitt. Ísland er ekki ódýrt land. Ef þú vilt spara pening þá gæti borgað sig að sleppa hóteli og leigja í staðinn hús, íbúð eða herbergi.“
Svona hljómar umfjöllun í ferðablaði Dagens Nyheter þar sem Reykjavík á lista yfir 5 fjölskylduvæna evrópska áfangastaði. Að lokum mælir blaðið sérstaklega með með heimsókn í Bláa lónið sem það segir vera klassík sem standi fyrir sínu.
Þess má geta að Kaupmannahöfn er einnig á lista Dagens Nyheter yfir barnvænar borgir og þar er lagt til að fjölskyldur leggi leið sína á Laundroamat Café, sem er einmitt í eigu Friðriks Weisshappel, og finna má á þremur stöðum í dönsku höfuðborginni.