Breiðþoturnar kalla á breytingar í flugstöðinni

kef taska 860

Stækkun á farangurskerfi Keflavíkurflugvallar hægri á afgreiðslunni næstu daga og farþegar því beðnir um að mæta fyrr í flugið. Stækkun á farangurskerfi Keflavíkurflugvallar hægri á afgreiðslunni næstu daga og farþegar því beðnir um að mæta fyrr í flugið.
Í vor tók Icelandair í notkun Boeing 767 breiðþotur með sæti fyrir 262 farþega og á næstu dögum bætast enn stærri Airbus 330 þotur við flota WOW air. Svona stórar flugvélar hafa hingað til ekki verið notaðar í reglulegu flugi til og frá landinu og þessi straumhvörf kalla á breytingar á farangursflokkunarkerfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Nú er til að mynda unnið að stækkun farangurssalarins og það hægir á afköstunum og út þessa viku eru farþegar því beðnir um að mæta í flugstöðina þremur tímum fyrir brottför. Tímasetning framkvæmdanna vekur athygli þar sem flugumferð til og frá landinu er núna að ná hámarki. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir hins vegar að ekki hafi verið hægt að flýta eða seinka framkvæmdum. Undirbúningur hafi staðið yfir frá því í maí í fyrra þegar Icelandair tilkynnti um kaup sín á tveimur breiðþotum og stækka þurfi farangurssalinn núna því annars hefði núverandi kerfi valdið töfum í allt sumar. Meðal annars vegna þess að í breiðþotur eru settir sérstakir farangursgámar en þeir komast ekki inn í flugstöðina eins og hún er í dag. Því er verið að stækka farangurssalinn og auka afköst flokkunarkerfisins svo það geti afgreitt þotur með meira en 300 farþega. Að sögn Guðna þá er eðlilegur framkvæmdatími á svona verkefni um 18 mánaður en verkið hefur gengið vonum framar. 

Frítt í 2:15 rútuna

Sem fyrr segir eru þeir sem eru á leið í flug í 1.-3. júní beðnir um að mæta í flugstöðina þremur tímum fyrir brottför og býður Isavia farþegum frí sæti í fyrstu rúturnar sem leggja af stað frá Reykjavík þessa daga. Þær fara klukkan 2:15, annars vegar rúta Kynnisferða frá BSÍ og hins vegar rúta Grayline frá Holtagörðum.
Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir frá breytingum á farangurskerfinu.