Samfélagsmiðlar

Veiking pundsins gæti dregið úr vetrarferðum Breta til Íslands

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Vægi breskra túrista hér á landi er mjög hátt og útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti haft töluverð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Vægi breskra túrista hér á landi er mjög hátt og útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti haft töluverð áhrif á íslenska ferðaþjónustu.
Eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um áframhaldandi aðild Bretlands að ESB lágu fyrir á föstudagsmorgun þá lækkaði breska pundið um nærri 6 prósent gagnvart íslensku krónunni. Samtals hefur pundið veikst um ríflega 18 prósent í samanburði við krónuna síðastliðið ár sem gerir Íslandsferðir fyrir Breta mun dýrari kost en áður. Breskur ferðamaður sem greiðir 8 þúsund króna reikning á reykvískum veitingastað í dag borgar sem jafngildir 47 pundum fyrir matinn en landi hans sem var í nákvæmlega sömu sporum fyrir ári síðan greiddi hins vegar aðeins 38,5 pund. 60 þúsund króna hóteleikningur hefur á sama tíma hækkað úr 289 pundum í 354 pund. Álíka skerðing hefur orðið á kaupmætti breskra ferðamanna annars staðar, t.d. hefur pundið lækkað um 13 prósent gagnvart evru síðustu 12 mánuði. Þessi mikla tekjuskerðing breskra ferðamanna er talin geta dregið þónokkuð úr utanferðum Breta næstu misseri og sérstaklega ef gengið heldur áfram að lækka líkt og breska fjármálaráðuneytið hefur spáð. 

Stærsti hópurinn utan háannatíma

Bretar eru ásamt Bandaríkjamönnum langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi og í fyrra var einn af hverjum fimm ferðamönnum hér á landi breskur. Vægi þeirra yfir vetrarmánuðina er hins vegar mun hærra. Síðastliðinn vetur komu til að mynda nærri 550 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands og þar af voru Bretarnir 185 þúsund, eða einn af hverjum þremur ferðamönnum samvæmt talningu Ferðamálastofu. Á hótelum á höfuðborgarsvæðinu er hlutfall Breta ennþá hærra því sl. vetur voru að jafnaði 36 af hverjum 100 seldum hótelherbergjum í borginni skipuð breskum gestum. Hlutfallið er ögn lægra þegar litið er til alls landsins eða 32 prósent en inn í gistináttatölum Hagstofunnar eru aðeins hótel sem opin eru allt árið um kring. Hvert hlutfall breskra gesta er á gistiheimilum og í heimagistingu á vegum Airbnb er ekki vitað. 

Viðkvæm fyrir verðbreytingum

Vægi breskra túrista hér á landi hefur alltaf verið hátt þegar aðeins er litið er fjölda. Sérstaklega síðustu fjögur ár eftir að breska lággjaldaflugfélagið easyJet hóf að fljúga hingað til lands. Félagið býður í dag upp á Íslandsflug frá sjö breskum flughöfnum og nær ferðafjöldinn hámarki fyrir veturinn. Töluverður samdráttur gæti orðið í þessum vetrarferðum Breta ef pundið styrkist ekki á næstunni að mati Clive Stacey, eiganda ferðaskrifstofunnar Discover the World, sem hefur áratuga reynslu af skipulagningu Íslandsferða frá Bretlandi. „Mikill meirihluti þeirra Breta sem heimsækir landið yfir vetrarmánuðina ferðast ódýrt til Reykjavíkur og áframhaldandi lágt gengi pundsins mun sannarlega hafa áhrif á þennan hóp þar sem hann er sérstaklega viðkvæmur fyrir verðhækkunum,” segir Stacey og bætir við að almennt hafi breytingar á gengi pundsins áhrif á ferðalög Breta til annarra land. Hann segist hins vegar hafa það á tilfinningunni að veiking pundsins sé tímabundin og bendir á að breska hagkerfið sé sterkt og það fimmta stærsta í heimi. Stacey býst þó við að gengi pundsins muni sveiflast töluvert á næstu mánuðum eða þangað til að það skýrist betur hver áhrif útgöngu Breta úr ESB verða.
Þess má geta að gengi hlutabréfa í easyJet, stærsta lággjaldaflugfélagi Breta, féll um 14,35 prósent á föstudag eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðildina að ESB voru kynnt. Félagið er þriðja umsvifamesta flugélagið á Keflavíkurflugvelli og stóð undir um 12 prósent ef öllum áætlunarferðum þaðan í vetur samkvæmt talningum Túrista.

Bretland ódýrara fyrir Íslendinga

Á sama tíma og utanlandsferðir hafa hækkað til muna fyrir breska ferðalanga þá kostar orðið mun minna fyrir íslenska túrista að dvelja í Bretlandi. Sá sem fer á sumarútsölu í London í dag með íslenskt kreditkort greiðir þá nærri fimmtungi minna fyrir vörurnar í dag en á sama tíma í fyrra. Og sá sem greiðir 100 punda hótelreikning í Bretlandi í dag borgar sem samsvarar um 17 þúsund krónur fyrir en hann hefði hljómað upp á nærri 21 þúsund krónur á sama tíma í fyrra.

Nýtt efni

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …