Samfélagsmiðlar

Hlutabréf easyJet í frjálsu falli

easyJet nytt

Verðmæti þriðja umsvifamesta flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli hefur lækkað um þriðjung frá því niðurstöður þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi lágu fyrir á föstudagsmorgun. Verðmæti þriðja umsvifamesta flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli hefur lækkað um þriðjung frá því niðurstöður þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi lágu fyrir á föstudagsmorgun.
Daglega fljúga þotur easyJet, stærsta lággjaldaflugfélags Bretlands, þrjár til fimm ferðir til Íslands. Ekkert annað erlent flugfélag er svo umsvifamikið hér á landi og stendur félagið undir ríflega tíund allra áætlunaferða frá landinu yfir vetrarmánuðina. Félagið hóf Íslandsflug vorið 2012 frá Luton flugvelli við Lundúnir en býður nú upp á ferðir hingað frá sjö breskum og tveimur svissneskum flugvöllum. Eftir að Ísland komst á kortið hjá easyJet hefur ferðamönnum frá Bretlandi fjölgað mjög hratt og fjöldi svissneskra túrista yfir vetrarmánuðina þrefaldaðist. Umsvif félagsins eru því mjög þýðingamikil fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Óviss framtíð

Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Bretlands að ESB hafa hins vegar leikið hlutabréfaverð easyJet grátt því verðmæti bréfanna hefur lækkað um 33 prósent frá því á föstudagsmorgun. Ástæðan er talin vera sú að niðurstöðurnar skapa mikla óvissu um rekstur fyrirtækisins, til að mynda varðandi möguleika þess til að bjóða upp á áætlunarflug á milli áfangastaða á meginlandi Evrópu. Einnig er talið að lækkandi gengi breska pundsins dragi úr ferðalögum Breta og eins hefur gengisfellingin þau áhrif að eldsneytiskostnaður félagsins eykst umtalsvert. Forsvarsmenn easyJet höfðu heldur ekki farið leynt með það í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar að yrði niðurstaðan sú sem hún varð þá yrði félagið líklega að gera miklar breytingar á rekstri sínum og jafnvel skrá flugflotann í landi sem væri með loftferðasamning innan Evrópusambandslandanna eða í Sviss. 

Færri breskir ferðamenn

Sem fyrr segir eru umsvif easyJet sérstaklega mikil hér á landi yfir vetrarmánuðina og þá eru Bretar langstærsti ferðamannahópurinn hér á landi eða þriðjungur af heildarfjöldanum. Vægi þeirra á reykvískum hótelum yfir veturinn er ennþá hærra eða 36 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Nokkur samdráttur gæti orðið í fjölda breskra ferðamanna hér í vetur ef pundið heldur áfram að veikjast að mati Clive Stacey, forstjóra ferðaskrifstofunnar Discover the World, sem er árlega skipuleggur Íslandsferðir fyrir þúsundir Breta. Í samtali við Túrista um helgina sagði Stacey að stór hluti þeirra bresku ferðamanna sem hingað koma yfir veturna fljúgi mjög ódýrt til landsins og þessi hópur sé mjög viðkvæmur fyrir verðsveiflum líkt og hafa orðið á gengi breska pundsins. En það hefur fallið um átta prósent frá því fyrir helgi og um rúmlega fimmtung sl. ár. Þar með verður mun dýrara fyrir breska ferðamenn að ferðast um Ísland en á sama tíma mun hagstæðara fyrir íslenska ferðamenn að fara til Bretlands.

Nýtt efni

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …