Farmiðarnir ódýrari en síðustu ár

kaupmannahofn yfir

Það er ódýrara núna en það hefur verið síðustu ár að bóka farmiða til London, Kaupmannahafnar eða Óslóar. Það er ódýrara núna en það hefur verið síðustu ár að bóka farmiða til London, Kaupmannahafnar eða Óslóar.
Samkeppni hefur aukist töluvert í flugi héðan til höfuðborga Danmerkur, Bretlands og Noregs síðustu misseri. Nú fljúga til að mynda í fyrsta skipti þrjú flugfélög allt árið um kring milli Íslands og Kaupmannahafnar. Staðan er sú sama í Óslóarfluginu og fjögur flugfélög fljúga héðan til flugvallanna í nágrenni við Lundúnir. Þessar stórauknu samgöngur til borganna þriggja eru sennilega helsta ástæða þess að nú er hægt að bóka ódýrara far út en áður. Þeir sem panta í dag farmiða eftir fjórar vikur komast til að mynda ódýrara frá ferðalaginu núna en sá sem var í sömu sporum á sama tíma síðustu ár. Sé ferðinni hins vegar heitið út í annarri viku september er farið ennþá ódýrara en áður.
Í þessum mánaðarlegu verðkönnun Túrista er fundið lægsta fargjald báðar leiðiri innan sömu vikunnar. Lágmarksdvöl í útlöndum er 2 nætur og farangurs- og bókunargjöldum er bætt við þar sem við á.
verðkönnunvika24 2016