Færri Íslendingar til Berlínar þrátt fyrir fleiri ferðir

berlin sumar

Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra fjölgaði íslenskum túristum í Berlín um ríflega sextíu prósent en þeim fækkaði heldur í ár. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra fjölgaði íslenskum túristum í Berlín um ríflega sextíu prósent en þeim fækkaði heldur í ár. Þeir sem heimsóttu borgina dvöldu samt lengur.
Í vetur hefur þýska flugfélagið Airberlin flogið héðan beint til höfuðborgar Þýskalands en árin á undan var WOW eina félagið sem bauð upp á reglulegar áætlunarferðir til borgarinnar allt árið kring. Þrátt fyrir þessar auknar flugsamgöngur fækkaði íslensku ferðafólki í borginni um 17,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra nam aukningin hins vegar 61,7 prósentum. Sveiflurnar eru því miklar en allt árið í fyrra flugu nærri 11 þúsund íslenskir farþegar til Berlínar sem er viðbót um rúman fjórðung frá árinu 2014. 

Lengri Berlínarreisur

Eins og gefur að skilja þá dróg verulega úr kaupum Íslendinga á hótelherbergjum í þýska höfuðstaðnum í byrjun árs eða um nærri tíund. Íslenskum hótelgestum fækkaði sem sagt hlutfallslega minna en íslenskum farþegum í borginni og ástæðan er sú að þeir sem fóru til Berlínar á fyrsta ársfjórðungi í ár gistu þar að jafnaði 3,2 nætur en meðaldvölin á sama tíma í fyrra var 2,9 nætur samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráði borgarinnar. Þeir sem keyptu gistingu á vegum Airbnb eru ekki taldir með í þessum tölum ein eins og fram hefur komið þá hafa borgaryfirvöld í Berlín sett nýjar reglur sem eiga að takmarka mjög rétt íbúðaeigenda til að leigja út til ferðamanna. Dómstólar í landinu hafa nýverið staðfest rétt borgarinnar til að setja þannig reglur. Hvort það verði til þess að hótelgisting í Berlín verði dýrari á eftir að koma í ljós en það stefnir alla vega í verulegan samdrátt í umsvifum Airbnb þar í borg.
VEGVÍSIR FYRIR BERLÍN