Nokkrir kostir fyrir þá sem vilja bara fljúga til Nice

nice 2

Akkúrat núna eru örugglega margir sem stefna á að vera í Nice í Frakklandi á mánudaginn og Heimsferðir ætla að bjóða upp á beint flug daginn fyrir leik. Akkúrat núna eru örugglega margir sem stefna á að vera í Nice í Frakklandi á mánudaginn og Heimsferðir ætla að bjóða upp á beint flug daginn fyrir leik.
Ísland mætir Englendingum í frönsku borginni Nice á mánudag líkt og ekki hefur farið framhjá nokkrum manni. Þeir sem ætla sér að vera viðstaddir þennan sögulega leik, en hafa ekki bókað sér far til borgarinnar, þurfa að kosta töluverðu til. WOW air er nefnilega eina félagið með áætlunarferðir þangað og kostar farið, dagana í kringum leikinn, að lágmarki 150 þúsund krónur að viðbættu farangursgjaldi. Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætlar hins vegar að bjóða upp á sérferð til Nice á sunnudag og heim á þriðjudag og kostar farmiðinn 49.999 kr. hvora leið.
Þeir sem vilja heldur fljúga til Nice í stað þess að koma sér landleiðina frá nálægum borgum geta sett saman óteljandi ferðaáætlanir en ókosturinn er oftast sá að þá eru farþegar á eigin vegum ef t.d. seinkanir verða til þess að þeir missa af tengiflugi. Þeir áhættufælnu geta þá bóka far alla leið með flugfélögum eins og SAS og British Airways. Þeir kostir eru ekki dýrari en beinu flugin eins og hér má sjá en vissulega ekki eins þægilegir. 

Flogið til Nice:
26.júní: 39.995 kr., með SAS alla leið. Farið frá Keflavíkurflugvelli kl.13:15 á sunnudaginn, millilent í Kaupmannahöfn og komið til Nice seint um kvöld. 
26.júní: 44.468 kr., með British Airways alla leið með millilendingu í London. Lent rétt fyrir miðnætti í Nice.
26.júní: 49.999 kr., með Heimsferðum
26.júní: 89.999 kr., með WOW og lent í Nice kl. 21 á sunnudagskvöld.

Flogið frá Nice:
30. júní: 44.648 kr., með British Airways
28.júní: 49.999 kr., með Heimsferðum
30.júní: 47.600 kr., með SAS (þarf að eyða nótt í Kaupmannahöfn)
30. júní: 59.999 kr., með WOW frá Nice á fimmtudagskvöld.

Icelandair bætti einni við sérferð til Nice og lagt er í hann á sunnudag og komið heim að morgni þriðjudags. Farið kostar 115 þúsund krónur.

Hér má sjá kort sem sýnir hvaða flugfélög fljúga hvert frá Keflavík en eins og sjá má er ágætt úrval af flugi til borga í nokkurra tíma akstursfjarlægð frá Nice. Smelltu svo hér til að bera saman verð á hótelum í Nice og hér fyrir bílaleigubíla í nálægum borgum.