Samfélagsmiðlar

Nokkrir kostir fyrir þá sem vilja bara fljúga til Nice

nice 2

Akkúrat núna eru örugglega margir sem stefna á að vera í Nice í Frakklandi á mánudaginn og Heimsferðir ætla að bjóða upp á beint flug daginn fyrir leik. Akkúrat núna eru örugglega margir sem stefna á að vera í Nice í Frakklandi á mánudaginn og Heimsferðir ætla að bjóða upp á beint flug daginn fyrir leik.
Ísland mætir Englendingum í frönsku borginni Nice á mánudag líkt og ekki hefur farið framhjá nokkrum manni. Þeir sem ætla sér að vera viðstaddir þennan sögulega leik, en hafa ekki bókað sér far til borgarinnar, þurfa að kosta töluverðu til. WOW air er nefnilega eina félagið með áætlunarferðir þangað og kostar farið, dagana í kringum leikinn, að lágmarki 150 þúsund krónur að viðbættu farangursgjaldi. Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætlar hins vegar að bjóða upp á sérferð til Nice á sunnudag og heim á þriðjudag og kostar farmiðinn 49.999 kr. hvora leið.
Þeir sem vilja heldur fljúga til Nice í stað þess að koma sér landleiðina frá nálægum borgum geta sett saman óteljandi ferðaáætlanir en ókosturinn er oftast sá að þá eru farþegar á eigin vegum ef t.d. seinkanir verða til þess að þeir missa af tengiflugi. Þeir áhættufælnu geta þá bóka far alla leið með flugfélögum eins og SAS og British Airways. Þeir kostir eru ekki dýrari en beinu flugin eins og hér má sjá en vissulega ekki eins þægilegir. 

Flogið til Nice:
26.júní: 39.995 kr., með SAS alla leið. Farið frá Keflavíkurflugvelli kl.13:15 á sunnudaginn, millilent í Kaupmannahöfn og komið til Nice seint um kvöld. 
26.júní: 44.468 kr., með British Airways alla leið með millilendingu í London. Lent rétt fyrir miðnætti í Nice.
26.júní: 49.999 kr., með Heimsferðum
26.júní: 89.999 kr., með WOW og lent í Nice kl. 21 á sunnudagskvöld.

Flogið frá Nice:
30. júní: 44.648 kr., með British Airways
28.júní: 49.999 kr., með Heimsferðum
30.júní: 47.600 kr., með SAS (þarf að eyða nótt í Kaupmannahöfn)
30. júní: 59.999 kr., með WOW frá Nice á fimmtudagskvöld.

Icelandair bætti einni við sérferð til Nice og lagt er í hann á sunnudag og komið heim að morgni þriðjudags. Farið kostar 115 þúsund krónur.

Hér má sjá kort sem sýnir hvaða flugfélög fljúga hvert frá Keflavík en eins og sjá má er ágætt úrval af flugi til borga í nokkurra tíma akstursfjarlægð frá Nice. Smelltu svo hér til að bera saman verð á hótelum í Nice og hér fyrir bílaleigubíla í nálægum borgum.
 
Nýtt efni

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …