Hægt að komast á átta liða úrslitin fyrir tæpar 22 þúsund krónur

fotboltavollur liane metzler

Ef íslenska liðið leggur það enska í Nice á mánudaginn þá mun það spila í París á sunnudaginn. Ódýrustu flugmiðarnir til borgarinnar kosta tæpar 22 þúsund krónur. Ef íslenska liðið leggur það enska í Nice á mánudaginn þá mun það næst spila í París á sunnudaginn. Ódýrustu flugmiðarnir til borgarinnar kosta tæpar 22 þúsund krónur.
Það er vissulega algjörlega ótímabært að velta því fyrir sér hvað það kosti að gera sér ferð á leik Íslands í átta liða úrslitum EM í Frakkland. Fyrst þarf liðið nefnilega að sigra firnasterkt lið Englendinga í Nice á mánudag. En ef það tekst þá eiga strákarnir næst að mæta til leiks á Stade de France í París sunnudagskvöldið 3.júlí og þá verður andstæðingurinn annað hvort heimamenn í franska landsliðinu eða Írar. Það yrðu vafalítið mjög margir til að vera viðstaddir þá stund og sem betur fer er framboð á flugi héðan til frönsku höfuðborgarinnar miklu meira en til Nice. Það endurspeglast í verðinu því til Parísar má komast fyrir mun minna en þessar 80 til 150 þúsund krónur sem sætin til Nice hafa verið boðin á síðustu daga. Samkvæmt athugun Túrista kosta ódýrustu farmiðarnir til Parsíar, dagana í kringum leikinn, 21.892 krónur en ekki liggur fyrir hversu mörg sæti eru í boði á því verði. 

Ódýrustu farmiðarnir til Parísar í kringum sunnudaginn 3.júlí.
21.892 kr. með Transavia, 2.-5.júlí
24.646 kr. með Transavia, 2.-4.júlí
48.997 kr. með WOW, 1.-5.júlí
52.997 kr. með WOW, 2.-5.júlí
66.665 kr. með Icelandair, 1.-5.júlí

Hér má svo gera verðsamanburð á gistingu í París í kringum leikdaginn.