Margir sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Stjórnstöðvarinnar

ataviti Garrett Sears

Fjörtíu og tveir einstaklingar sóttu um framkvæmdastjórastöðu sem lögð verður niður eftir fjögur og hálft ár. Fjörtíu og tveir einstaklingar sóttu um framkvæmdastjórastöðu sem lögð verður niður eftir fjögur og hálft ár.
Í maí var auglýst eftir nýjum yfirmanni Stjórnstöðvar ferðamála en Hörður Þórhallsson, sem gegnt hefur stöðunni frá stofnum stöðvarinnar sl. haust, lætur brátt af störfum. Hörður var ráðinn sem verktaki en nýr framkvæmdastjóri verður hins vegar starfsmaður hins nýstofnaða Rekstrarfélags Stjórnstöðvar ferðamála sem er í jafnri eigu ríkissjóðs og Samtaka ferðaþjónustunnar. 42 umsóknir bárust í framkvæmdastjórastarfið og samkvæmt vef Stjórnstöðvar ferðamála er nú verið að fara yfir umsóknirnar. 

Ekki krafa um reynslu úr greininni

Líkt og kom fram í frétt Túrista í maí þá er ekki gerð krafa um að nýr framkvæmdastjóri hafi þekkingu eða reynslu af störfum í ferðaþjónustu. Viðkomandi þarf þó að hafa háskólamenntun sem kemur að notum og yfirgripsmikla reynslu af áætlanagerð, verkefnastjórn og stefnumótun samkvæmt því sem kom fram í starfsauglýsingu sem birt var um miðjan síðasta mánuð. 

Starfar tímabundið

Stjórnstöð ferðamála er samstarfsvettvangur stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og var hún stofnuð á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar í kjölfar útgáfu Vegvísis í ferðaþjónustu í sl. haust og er ætlað að vinna að þeim verkefnum sem fram koma í Vegvísi í ferðaþjónustu. Stjórnstöðin á aðeins að starfa til ársloka 2020. Nýr framkvæmdastjóri mun því í mesta lagi vera í starfi í fjögur og hálft ár.

NÝJAR GREINAR: NÚNA ER LANGÓDÝRAST TIL LOS ANGELES OG SAN FRANCISCO