Helst illa á starfsmönnum í vopnaleit

detroit flugvollur Augusto Navarro

Það eru ekki bara flugfarþegar sem láta vopnaleit á flugvöllum fara í taugarnar á sér. Öryggisverðirnir sjálfir hverfa líka reglulega til annarra starfa, alla vega vestanhafs. Það eru ekki bara flugfarþegar sem láta vopnaleit á flugvöllum fara í taugarnar á sér. Öryggisverðirnir sjálfir hverfa líka reglulega til annarra starfa, alla vega vestanhafs.
Það er svo mikill skortur á öryggsvörðum á bandarískum flugvöllum að það stefnir í örtöð við vopnaleitina á fjölförnustu flugstöðvunum í sumar. Sumsstaðar hafa farþegar beðið í 2 til 3 tíma við leitina og það hefur haft þær afleiðingar að margir missa af fluginu sínu samkvæmt frétt USA Today. Ástæðan fyrir þessu ástandi er sú að Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna (TSA) helst illa á starfsfólki og árlega segir einn af hverjum tíu öryggisvörðum stofnunarinnar upp vinnunni sinni. Skrifast þetta ekki bara á kjörinn heldur líka vinnuna sjálfa sem mörgum þykir einhæf.

Hækka yfirvinnutaxta

Til að ráða bóta á þessu ástandi hefur bandaríska þingið samþykkt að auka útgjöld til málaflokksins og gera þannig TSA kleift að ráða fleira fólk í vinnu og hækka laun fyrir aukavinnu. Samkvæmt frétt USA Today er nú tæplega 800 nýir öryggisverðir í þjálfun þessa dagana en hins vegar er talin þörf fyrir hátt í sex þúsund nýja verði til að standa vaktina við vopnarleitarhliðin vestanhafs.

Verkfall í Ósló

Það eru hins vegar ekki bara bandarískir flugvallarverðir sem eru ósáttir við kjörin sín því á föstudag er útlit fyrir að á föstudaginn leggi kollegar þeirra í Ósló niður vinnu. Ef til þess kemur mun allt flug frá Ósló stöðvast en tekið verður á móti vélum. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að flugfélög fljúgi til Óslóar með fullar þotur en haldi tilbaka með þær tómar. 

Hvernig verður ástandið hér heima?

Síðastliðið sumar mynduðust ósjaldan langar raðir við vopnaleitina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en það skrifast ekki aðeins á mikinn fjölda farþega heldur líka þá staðreynd að verið var að taka í notkun ný öryggishlið og þjálfa nýja starfsmenn. Gert er ráð fyrir mun betra ástandi næstu mánuði en forsvarsmenn flugvallarins hvetja hins vegar farþega til að mæta tímanlega í flug og hefst innritun nú tveimur og hálfum tíma fyrir brottför.