Vægið snarminnkar þrátt fyrir nærri tvöfalt fleiri ferðir

icelandair 767 757

Flugvélar Icelandair fóru ríflega tvöfalt fleiri ferðir til útlanda í síðasta mánuði en í maí árið 2013. Þrátt fyrir það minnka hlutdeild félagsins í umferðinni á Keflavíkurflugvelli Flugvélar Icelandair fóru ríflega tvöfalt fleiri ferðir til útlanda í síðasta mánuði en í maí árið 2013. Þrátt fyrir það minnka hlutdeild félagsins í umferðinni á Keflavíkurflugvelli verulega. Ástæðan er sú að önnur flugfélög hafa bætt ennþá meiru við sitt Íslandsflug.
Í maí árið 2013 voru að jafnaði farnar 20 áætlunarferðir á dag frá Keflavikurflugvelli. Meðaltalið var hins vegar 58 í nýliðnum mánuði og flugumferðin í maí hefur því þrefaldast á þremur árum.
Sem fyrr standa íslensku flugfélögin tvo, Icelandair og WOW, undir langstærstum hluta af öllum ferðum til og frá landinu en nú dreifist umferðin á fleiri félög en áður. Þannig buðu fimm flugfélög upp á reglulegar ferðir frá Keflavíkurflugvelli í maí árið 2013 en þau voru 18 í síðasta mánuði.

WOW tvöfaldast

Í maí í fyrra tóku vélar WOW samtals 161 sinni á loft frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar en ferðirnar voru 323 að þessu sinni samkvæmt talningum Túrista. Umsvifin hafa s.s. tvöfaldast. Á sama tíma hefur Icelandair fjölgað ferðum sínum um nærri tvö hundruð eða um rúmlega fimmtung frá síðasta ári og þegar litið er til maí 2013 eru brottfarir Icelandair nærri tvöfalt fleiri. Þrátt þessa miklu aukningu þálækkar vægi félagsins á Keflavíkurflugvelli þegar litið er til ferðafjölda. Hefur hlutdeildin lækkað úr 80,1 prósenti í maí 2013 og niður í 60,9% í maí í ár eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.

Mismargir í hverji ferð

Tölurnar hér fyrir neðan byggja á daglegum talningum Túrista á flugumferð um Keflavíkurflugvöll og þar sem flugfélögin notast við misstórar þotur þá geta verið mun fleiri farþegarí vélum sumra félaga en annarra. Til að mynda notast WOW air við sífellt stærri flugvélar og Icelandair hefur tekið í notkun tvær breiðþotur. Sætanýting í vélunum er líka misjöfn og því segja tölurnar hér að neðan ekkert um hlutdeild félaganna þegar kemur að farþegafjölda en þær gefa hins vegar góða vísbendingu um hver staðan á markaðnum er.