Samfélagsmiðlar

Núna er langódýrast til Los Angeles og San Francisco

los angeles joe cooke

Í fyrsta skipti í nærri áratug er boðið upp á beint flug héðan til Kaliforníu og farmiðarnir kosta minnst næstu daga og vikur. Í fyrsta skipti í nærri áratug er boðið upp á beint flug héðan til Kaliforníu og farmiðarnir kosta minnst næstu daga og vikur.
Jómfrúarferð WOW air til bandarísku borgarinnar San Francisco var farin í gær og í næstu viku fer félagið sína fyrstu ferð til Los Angeles. Þar með býðst á ný beint flug milli Íslands og Kaliforníu, fjölmennasta fylkis Bandaríkjanna. En Icelandair flaug til San Francisco yfir sumarmánuðina árin 2005 til 2008. Í þær ferðir notaði Icelandair breiðþotu sem tók um 260 farþega en sæti eru fyrir 350 manns í þotunum þremur sem WOW air nýtir í sínar ferðir til þessara tveggja nýju áfangastaða á vesturströnd Bandaríkjanna. Og öfugt við Icelandair þá ætlar WOW air að starfrækja flugleiðirnar allt árið um kring og fljúga 5 ferðir í viku til San Francisco en fjórar til Los Angeles. Umsvif WOW í Kaliforníu verða því miklu meiri en hjá Icelandair á sínum tíma.

Út í næstu viku og heim í byrjun júlí

Þeir sem bóka í dag flugmiða með WOW til borganna tveggja í sumar þurfa að borga á bilinu 30 til 130 þúsund krónur fyrir hvora leið nema ferðinni sé heitið út núna í júní. Í næstu viku er nefnilega hægt að fá flug héðan til Los Angeles á 19.999 krónur en í þarnæstu viku er lægsta farið 10 þúsund krónum hærra og svo rýkur það upp í júlí og lækkar varla á ný fyrr en í lok ágúst samkvæmt athugun Túrista. Farmiðar í vélarnar sem fljúga heim á ný júní er hins vegar miklu dýrara en þeir sem dvelja úti fram í aðra viku júlí komast ódýrast frá ferðalaginu til Los Angeles og borga 57 þúsund krónur fyrir báðar leiðir. Til San Francisco er hins vegar hægt að komast fyrir 19.999 krónur flesta daga í júní en flugið heim er ódýrast fyrstu dagana í júlí. Þannig er hægt að fá farmiða út og heim aftur á um 44 þúsund krónur.

Aukalega fyrir töskuna

Hjá WOW air bætist hins vegar bókunargjald við allar pantanir og farþegar greiða líka fyrir innritaðan farangur og handfarangurs sem er þyngri en 5 kíló. Fyrir stóru töskurnar er greitt 6.999 kr. fyrir hvora leið og 4.999 kr. fyrir auka handfarangursheimild. Flugið til Los Angeles og San Francisco tekur um 10 tíma og er lagt í hann rétt fyrir fjögur seinnipartinn og lent í Bandaríkjunum skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma. Á heimleiðinni er áætluð koma til Íslands rétt fyrir fimm að morgni.
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í LOS ANGELES EÐA SAN FRANCISCO.

Nýtt efni

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …