Mikil aukning í flugi til rótgróinna áfangastaða

paris Ile de la cite

Framboð á flugi héðan til borga eins og Kaupmannahafnar, Parísar og Amsterdam hefur aukist verulega milli maímánaða. Framboð á flugi héðan til borga eins og Kaupmannahafnar, Parísar og Amsterdam hefur aukist verulega milli maímánaða.
Í lok vetrar hóf SAS, stærsta flugfélag Norðurlanda, að fljúga hingað daglega frá Kaupmannahöfn en íslensk flugfélög hafa setið ein af þessari vinsælu flugleið um langt árabil. Með tilkomu SAS hefur ferðunum til Kaupmannahafnar fjölgað verulega milli ára og í maí sl. nam aukningin nærri helmingi. Viðbótin í Parísarflugi var álíka mikil og munar þar mestu um nýtt áætlunarflug Icelandair til Orly flugvallar og eins hófst sumarvertíð fransk-hollenska flugfélagsins Transavia hér á landi fyrr en vanalega. París er því núna í fjórða sæti á listanum yfir þær borgir sem oftast er flogið til frá Íslandi en var í sjötta sæti í fyrra. 

Meiri samkeppni

Aukningin í ferðafjölda var þó mun meiri þegar litið er til Minneapolis og þar liggur skýringin í fleiri ferðum Icelandair og nýju flugi Delta hingað til lands frá bandarísku borginni. Til Amsterdam jókst umferðin líka umtalsvert eða um nærri þrjá fjórðu. Ástæðan er sú að í maí í fyrra flaug WOW air ekki til hollensku höfuðborgarinnar en fer núna þangað allt árið um kring.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þær 20 borgir sem oftast var flogið til maí sl. og hversu hlutfallslega ferðunum hefur fjölgað. Tölurnar byggja á daglegum talningum Túrista á flugumferð um Keflavíkurflugvöll.