Verðsamanburður á aðventuferðum til New York

newyork loft Troy Jarrell

Yfir vetrarmánuðina hefur Icelandair verið eina flugfélagið með áætlunarferðir til New York en núna verða félögin hins vegar þrjú. Nokkur munur er á fargjöldunum í vikunum fram að jólum. Yfir vetrarmánuðina hefur Icelandair verið eina flugfélagið með áætlunarferðir til New York en núna verða félögin hins vegar þrjú. Nokkur munur er á fargjöldunum í vikunum fram að jólum.
Í byrjun sumars tilkynntu forsvarsmenn bandaríska flugfélagsins Delta að nú myndi þetta stærsta flugfélag í heimi fljúga allt árið um kring til Íslands frá New York. Þar með var Icelandair ekki lengur eina flugfélagið á þessari flugleið yfir vetrarmánuðina. Í gær hóf svo WOW air sölu á flugi til New York og verður jómfrúarferð félagsins farin í lok nóvember. Þeir sem ætla sér að heimsækja heimsborgina fyrir jól geta því valið á milli ferða þriggja flugfélaga, þó ekki alla daga vikunnar þar sem Delta flýgur ekki daglega líkt og íslensku flugfélögin gera. Alla föstudaga fljúga félögin þrjú hins vegar út og tilbaka til Íslands á mánudögum og þá lent árla dags á þriðjudegi við Keflavíkurflugvöll. Þegar borin eru saman ódýrustu fargjöld félaganna þriggja þessa vikudaga á aðventunni kemur í ljós að íslensku félögin bjóða til skiptist ódýrustu fargjöldin á meðan farið með Delta er hærra. Þess ber að geta að farangurs- og bókunargjaldi WOW air er bætt við fargjöld félagsins. Farþegar Delta geta tekið með sér eina tösku án aukaþóknunar en farþegar Icelandair tvær.
Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í New York