Sennilega ódýrasta flugið til meginlandsins fyrir leikinn á sunnudag

flugvel john cobb

720 kílómetrum frá Stade de France í París er Friedrichshafen og þangað kostar bara 33 þúsund krónur að fljúga fyrir leik Íslendinga í París á sunnudagskvöld. 720 kílómetrum frá Stade de France í París er Friedrichshafen og þangað kostar bara 33 þúsund krónur að fljúga fyrir leik Íslendinga í París á sunnudagskvöld.
Það hefur verið bætt við aukaferðum til Parísar til að koma til móts við þann mikla áhuga sem ríkir hér á landi á ferðum á leik Íslendinga og Frakka sem fer fram í París á sunnudagskvöldið. Þrátt fyrir það kosta farmiðarnir vel á annað hundrað þúsund ef bókað er í dag og flugmiðar til nálægra borga kosta einnig töluvert. Enda er stutt í brottför og nú er líka háannatíma í ferðaþjónustunni hér á landi. Það eru því fjölmargir útlendingar fyrir löngu búnir að tryggja sér sæti í vélunum sem fljúga til og frá Íslandi næstu vikur. Hins vegar má ennþá finna ódýrt flug út um helgina með þýska flugfélaginu Germania en gallinn er sá að vél félagsins sem tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudags er á leið til Friedrichshafen. Sú borg er 720 kílómetum frá Stade de France þar sem leikurinn umtalaði fer fram.

7 tíma keyrsla á völlinn

Þota Germania lendir í Þýskalandi klukkan sex að morgni leikdags eða fimmtán tímum áður en flautað er til leiks í París. Á móti kemur hins vegar að það tekur ríflega 7 tíma að keyra ef ekkert ert stoppað á leiðinni. Lestarsamgöngur á milli eru líka í boði en þá þarf að skipta um lest að minnsta kosti þrisvar á leiðinni. Þeir sem nenna að leggja svona langt  ferðalag á sig geta vafalítið sparað sér töluvert fé. Sjá heimasíðu Germania hér.