Dregur verulega úr aukningu kínverskra ferðamanna

island jokulsarlon

Síðustu ár hefur kínverskum ferðamönnum hér á landi fjölgað um marga tugi prósenta milli mánaða en svo varð ekki í maí. Síðustu ár hefur kínverskum ferðamönnum hér á landi fjölgað um marga tugi prósenta milli mánaða en svo varð ekki í maí.
Í fyrra heimsóttu um 48 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland eða nærri tvöfalt fleiri en árið á undan. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur aukningin líka verið hröð því Kínverjunum fjölgaði um 68,6 prósent og voru þeir fimmta fjölmennasta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi. Á árunum 2008 til 2014 voru þeir hins vegar í 10. til 16. sæti. Þessi tugprósenta aukning í komum kínverskra ferðamanna hélt hins vegar ekki áfram í síðasta mánuði því samkvæmt nýjum tölum Ferðamálastofu þá komu aðeins 7,9 prósent fleiri Kínverjar í maí sl. í samanburði við sama tíma í fyrra. Í apríl var aukningin meiri en samt mun minni en mánuðina á undan eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.
Í heildina flugu ríflega þriðjungi fleiri ferðamenn frá Íslandi í maí en á sama tíma í fyrra en sem fyrr eru Bandaríkjamenn og Bretar langfjölmennastir eða um 4 af hverjum tíu. Vægi þessara þjóða er hins vegar ennþá meira yfir vetrarmánuðina og talsmaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ástæðu til að staldra við þá aukningu.