Vöxturinn hefur líka komið ferðaþjónustunni á óvart

island anders jilden

Það að ferðamönnum hér á landi hafi fjölgað um nokkra tugi prósenta á milli ára hefur ekki bara komið almenningi og stjórnvöldum í opna skjöldu.
Nú er háannatíminn í ferðaþjónstunni að hefjast og nýtt metsumar í pípunum. Því munu væntanlega fylgja ýmis vandamál líkt og árin á undan. Ekki bara út á ferðamannastöðunum sjálfum heldur líka á Keflavíkurflugvelli. Á sama tíma mun umræða um aukna gjaldtöku af ferðafólki væntanlega halda áfram. Þessi mál voru til umræðu á Þjóðbraut Hringbrautar nýverið en þangað mættu þeir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa Lónsins, og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Þessir tveir forsvarsmenn ferðaþjónustunnar segja auðvelt að vera vitur eftir á varðandi margt það sem úrskeiðis hefur farið síðustu ár en umræðan um greinina hafi verið of neikvæð. Til að mynda þurfi að koma betur fram hversu miklar tekjur túristarnir skapa hér á landi. Hækkun gistináttagjalds, sérstaklega fyrir hönd sveitarfélaga, kemur líka til greina að þeirra mati.
Viðtalið má nálgast á vef Hringbrautar.