Samfélagsmiðlar

179 Íslendingar eru staddir í sólarlandaferð í Tyrklandi

tyrkland strond830

Búist er við að heimferð íslenskra ferðamanna frá Antalya verði á áætlun á miðvikudag. Búist er við að heimferð íslenskra ferðamanna frá Antalya verði á áætlun á miðvikudag.
Átökin sem áttu sér stað í kringum valdaránið í Tyrklandi i gærkvöldi og í nótt voru að langmestu leyti bundin við Istanbúl og höfuðborgina Ankara og er tala látinna komin upp í nærri 200 samkvæmt síðustu fréttum. Í ferðamannabæjunum við strandlengjuna gekk lífið sinn vanagang nema í Marmaris en þar var forseti landsins staddur og munu hermenn hafa gert árangurslausa tilraun til að ná til hans.

Farþegar rólegir

Ferðaskrifstofan Nazar er sú eina hér á landi sem býður upp á sólarlandaferðir til Tyrklands og núna eru 179 Íslendingar, þar af 49 börn, á vegum ferðaskrifstofunnar í strandbæjunum við Antalya sem er við suðausturströnd landsins. Um 700 kílómetrum frá Istanbúl og tæpum 500 km fjarri Ankara. Þessir íslensku farþegar eru í síðustu ferð Nazar til Tyrklands í ár því fyrr í sumar felldu forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar niður allar sólarlandaferðir frá Íslandi til Tyrklands frá og með miðjum júlí vegna dræmrar sölu. Reyndar seldist upp í síðustu ferðirnar og því kemur full vél hingað til lands á miðvikudag. Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar, er staddur í Tyrklandi og í samtali við Túrista segir hann að ekki sé að sjá að farþegar Nazar, þar á meðal þeir íslensku, séu órólegir vegna atburða næturinnar og að lífið á ferðamannasvæðunum gangi sinn vanagang. Þar hafi enda ekki komið til neinna átaka í gær en hann útilokar þó ekki að mótmæli hafi brotist út á einhverjum stöðum. Að sögn Yamanlar liggur flug ennþá niðri en hann vonast til að samgöngurnar komist í lag mjög fljótt og að flugið til Íslands verði þá á réttum tíma á miðvikudag. Hann segir þó að akkúrat núna sé ekki hægt að segja með vissu um hvenær flugvellir opni alveg á ný.

Mæla ekki með Tyrklandsreisum

Nazar selur ferðir til Tyrklands frá öllum Norðurlöndunum og segir Yamanlar að eftir atburðina í gærkveldi hafi verið ákveðið að gefa farþegum kost á að afbóka ófarnar ferðir enda mæli norrænu utanríkisráðuneytin ekki lengur með ferðum til Tyrklands eftir atburði næturinnar. Hann segir að í dag hafi margir viðskiptavinir haft samband og séu það aðalllega þeir sem eiga bókaðar ferðir síðar í sumar sem eru órólegir. En sem fyrr segir verða ekki farnar fleiri ferðir á vegum Nazar frá Íslandi til Tyrklands í ár.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …