Airberlin bætir í vetrarflugið til Íslands

airberlin 860

Fyrsti vetur Airberlin hér á landi gekk vel og forsvarsmenn félagsins ætla því að starfrækja tvær heilsárs flugleiðir til Keflavíkurflugvallar. Fyrsti vetur Airberlin hér á landi gekk vel og forsvarsmenn félagsins ætla því að starfrækja tvær heilsárs flugleiðir til Keflavíkurflugvallar.
Næststærsta flugfélag Þýskalands hefur boðið upp á sumarferðir til Íslands síðustu 11 ár en það var í fyrsta sinn í fyrra að þotur félagsins sáust við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að vetrarlagi. Þá var flogið tvær ferðir í viku héðan til Tegel flugvallar í Berlín og var Airberlin þar með fyrsta þýska flugfélagið til að bjóða upp á Íslandsflug utan aðalferðamannatímabilsins. Viðtökurnar við Berlínarferðunum síðastliðinn vetur voru hins vegar það góðar, að sögn Theresa Kahn, talsmanns Airberlin, að nú hafa forsvarsmenn Airberlin ákveðið að fljúga einnig til Íslands allt árið um kring frá Dusseldorf. En hingað til hafa farþegar á Keflavíkurflugvelli aðeins getað flogið til þýsku borgarinnar yfir sumarmánuðina og þá með Eurowings, WOW auk Airberlin.

Flugsætin seljast vel

Sala á flugi Airberlin milli Keflavíkurflugvallar og Dusseldorf í vetur fer mjög vel af stað samkvæmt Theresa Kahn og hún segir útlitið því vera gott fyrir þessa nýju heilsársflugleið félagsins á Íslandi. En líkt og í Berlínarflugi Airberlin verður flogið tvisvar í viku hingað til lands frá Dusseldorf, alla fimmtudaga og sunnudaga sem hentar vel fyrir helgarferðir frá Þýskalandi og Íslandi.
Í Berlín og Dusseldorf eru aðalstarfstöðvar Airberlin og farþegar geta því flogið áfram með félaginu út um víða veröld á einum miða. Þess má geta að WOW air flýgur einnig allt árið til Berlínar.
SMELLTU TIL AÐ SKOÐA HÖNNUNARHÓTEL Í BERLÍN OG DUSSELDORF