Hvað kostar að fljúga til Rómar næstu 2 mánuði?

colosseum rom

Annað sumarið í röð eru í boði áætlunarferðir héðan til höfuðborgar Ítalíu. Hér sérðu hvað flugið kostar alla þá daga sem eftir lifir sumars. Annað sumarið í röð eru í boði áætlunarferðir hérðan til höfuðborgar Ítalíu. Hér má sjá hvað flugið kostar alla þá daga sem eftir lifa sumars. 
Þangað til í fyrra þá voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu mjög litlar en svo hófu WOW air og Vueling að fljúga frá Keflavíkurflugvelli og til Rómar yfir sumarmánuðina. Þessi tvö lággjaldaflugfélag hafa haldið uppteknum hætti nú í sumar og bjóða upp upp á þessa flugleið fram í miðjan september.

Heimferðin oftast dýrari

Eins og staðan er í dag þá á eftir að fljúga 26 áætlunarferðir til Rómar frá Keflavíkurfluvelli í júlí, ágúst og september og samkvæmt verðkönnun Túrista þá kosta ódýrustu farmiðarnir út á bilinu 12 til 15 þúsund krónur. Hins vegar eru heimflugin oftar mun dýrari eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Munurinn getur verið allt að þrefaldur í kringum sömu dagana. 
Hafa ber í huga að bæði flugfélög rukka farþega fyrir innritaðan farangur og WOW einnig fyrir þyngri handfarangur.

Tilboð á gistingu

Þeir sem ekki hafa í hús að vernda í Róm geta fundið tilboð á gistingu þar í borg á heimasíðum Booking.com og Hotels.com og hér má svo gera verðsamanburð á nær öllum hótelum borgarinnar.

Farmiðar til Rómar Verð Farmiðar frá Róm Verð
19.júlí 21.999 kr. með WOW 19.júlí 22.222 kr. með Vueling
20.júlí 22.222 kr. með Vueling
19.júlí 24.999 kr. með WOW
24.júlí 19.529 kr. með Vueling
23.júlí  30.304 kr. með Vueling
26.júlí 14.999 kr. með WOW 26.júlí 22.222 kr. með Vueling
27.júlí 16.834 kr. með Vueling
26.júlí 25.999 kr. með WOW
31.júlí 14.141 kr. með Vueling 30.júlí 53.201 kr. með Vueling
2.ágúst 14.141 kr. með Vueling 1.ágúst 29.499 kr. með Vueling
2.ágúst 19.999 kr. með WOW 2.ágúst 39.999 kr. með WOW
5.ágúst 14.141 kr. með Vueling 4.ágúst 35.499 kr. með Vueling
9.ágúst 14.999 kr. með WOW 8.ágúst  35.692 kr. með Vueling 
9.ágúst 16.835 kr. með Vueling 9.ágúst 46.999 kr. með WOW
12.ágúst 24.916 kr. með Vueling 11.ágúst 32.998 kr. með Vueling
16.ágúst 19.999 kr. með WOW 15.ágúst  30.304 kr. með Vueling 
16.ágúst 24.916 kr. með Vueling 16.ágúst  36.999 kr. með WOW
19.ágúst 30.304 kr. með Vueling 18.ágúst  35.692 kr. með Vueling 
23.ágúst 24.999 kr. með WOW 22.ágúst  52.528 kr. með Vueling
23.ágúst 24.916 kr. með Vueling 23.ágúst  17.999 kr. með WOW 
26.ágúst 32.998 kr. með Vueling 25.ágúst  22.222 kr. með Vueling 
30.ágúst 25.999 kr. með WOW 29.ágúst  16.835 kr. með Vueling 
30.ágúst 24.916 kr. með Vueling 30.ágúst  12.999 kr. með WOW 
2.september 24.916 kr. með Vueling 5.september  16.835 með Vueling 
6.september 21.999 kr. með WOW 6.september 21.999 kr. með WOW 
6.september 19.529 kr. með Vueling 8.september  14.141 kr. með Vueling
9.september 14.141 kr. með Vueling 13.september  19.529 kr. með Vueling 
13.september 12.999 kr. með WOW 13.september  14.999 kr. með WOW 
13.september 12.121 kr. með Vueling