Besta viðskiptafarrýmið

qatar B787 interior

Starfsmenn flugfélagsins Qatar Airways eru vanir að fá viðurkenningar fyrir lúxusinn um borð í vélum félagsins.
Flugfélögin frá Miðausturlöndum hafa mörg hver fært út kvíarnar síðustu ár og til aðmynda eru Qatar og Emirates orðin mjög stórtæk á flugvöllum í höfuðborgum Skandinavíu. Íslendingar á leið austur á bóginn geta því í mörgum tilfellum millilent í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi eða Ósló og haldið þaðan áfram með þessum flugfélögum. Og þeir sem setja verðið ekki fyrir sig geta þá bókað sæti fremst í vélum félaganna og hvergi fer víst betur viðskiptaferðalanga en í vélum Qatar samkvæmt vali World Travel Awards. Þar fékk viðskiptafarrýmið hjá Qatar Airways viðurkenningu fyrir að vera það besta í heimi.
Qatar fjölgar áfangastöðum sínum töluvert á næsta ári en ennþá er Ísland ekki komið á kortið.