Bestu vínkjallarar háloftanna

Þau flugfélög sem þykja bjóða upp á besta rauða, hvíta og freyðivínið.

vinber jassy onyae

Innihaldið í litlu vínflöskunum sem farþegum á ódýrasta farrými er boðið upp á kæmist ólíklega nokkurn tíma á lista yfir góð vín. Öðru máli gegnir hins vegar um það sem skenkt er í glös þeirra sem sitja fremst í vélunum og árlega gera sérfræðingar ferðaritsins Business Traveller úttekt á vínlistum fjölda flugfélaga og veita þeim sem eru með bestu dropana verðlaunin „Cellars in the Sky”. Eins og heiti blaðsins gefur til kynna þá er lesendahópurinn helst þeir sem ferðast vegna vinnu og þá sennilega oftar en ekki í betri sætunum. Þar af leiðandi voru litlur flöstkur á almennu farrými ekki opnaðar af dómurunum í samkeppninni.

Brenglað bragðskyn í farþegarýminu

Í ár tóku 75 flugfélög þátt í „Cellars in the Sky” samkeppninni og eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan er gerður munur á fyrsta farrými og viðskiptafarrými. Ekki fylgir þó sögunni hvort smökkunin hafi farið fram í háloftunum en eins og Túristi sagði frá þá brenglast bragðlaukarnir í háloftunum og verða ekki eins næmir. Flugfélög sem taka tillit til þessa reyna þá að velja vín með meiri sýru og munu rauðvín frá Bordeaux og Cabernet Sauvignon frá Chile vera bestu ferðafélagarnir. Kampavín er víst líka jafn framúrskarandi á jörðu sem á himni. Hvað sem því líður þá eru hér verðlaunahafarnir í CELLARS IN THE SKY í ár:

Besta rauðvínið á fyrsta farrými
Gull: Korean Air – Château Clerc Milon 2007, Bordeaux, Pauillac, Médoc, Frakklandi
Silfur: American Airlines – Lavau Châteauneuf du Pape 2011, Rónardalurinn, Frakklandi
Brons: Malaysia Airlines – E Guigal Côte-Rôtie Brune et Blonde de Guigal 2010, Rónardalurinn, Frakklandi

Besta hvítvínið á fyrsta farrými
Gull: British Airways – Domaine d’Ardhuy Corton Charlemagne 2009, Búrgundí, Frakklandi
Silfur: Qantas – Oakridge 864 Chardonnay, Willowlake Vineyard Block A6 2012, Yarra Valley, Ástralía
Brons (2 flugfélög): Garuda Indonesia – Vasse Felix Chardonnay Margaret River 2013, Ástralía;
Qatar Airways – Saint Clair Family Estate Pioneer Block 21 Sauvignon Blanc 2012, Dillons Point, Marlborough, Nýja-Sjálandi

Besta freyðivínið á fyrsta farrými

Gull: Garuda Indonesia – Champagne Billecart-Salmon Cuvée Nicolas François Billecart 1999, Frakklandi
Silfur (2 flugfélög): American Airlines – Champagne Louis Roederer Brut 2008, Frakklandi
Korean Air – Champagne Perrier-Jouët Belle Epoque Blanc de Blancs 2004, Frakklandi
Brons: Singapore Airlines – Champagne Dom Pérignon Vintage 2004, Frakklandi

Besta desertvínið á fyrsta farrými
Gull: Qatar Airways – Château d’Yquem 2008, Sauternes, Bordeaux, Frakklandi
Silfur (2 flugfélög): Singapore Airlines – Taylor’s 20 Year Old Tawny Port, Douro, Portugal; Qantas – Seppeltsfield Paramount Rare Tokay, Rutherglen, Ástralía
Brons: Cathay Pacific – Ramos Pinto RP10, 10 Years Old Tawny, Quinta da Ervamoira, Portúgal

Besti vínlistinn á fyrsta farrými
Cathay Pacific

Besti „vínkjallarinn” á fyrsta farrými
Gull: Singapore Airlines
Silfur: Qatar Airways
Brons: Korean Air

Besta rauðvínið á viðskiptafarrými
Gull: EVA Air – The Islander Estate Old Rowley 2014, Suður-Ástralíu
Silfur: Aer Lingus – Saint-Joseph “Les Challeys” 2013, Delas Frères, Rhône, Frakklandi
Brons (2 flugfélög): Air Astana – Casa Silva Reserva Cuvée Colchagua Carmenere 2013, Rapel Valley, Chile; Air Canada – H J Fabre Malbec 2014 Barrel Selection, Fabre Montmayou, Argentína

Besta hvítvínið á viðskiptafarrými

Gull: Jetstar – Church Road Grand Reserve Chardonnay 2013, Hawke’s Bay, Nýja Sjálandi
Silfur: British Airways – Condrieu “Les Ravines” 2013 Domaine Rémi Niero, Rónardalurinn, France
Brons: American Airlines – Ürziger Würzgarten Kabinett 2009, SA Prum, Mósel, Þýskalandi

Besta freyðivínið á viðskiptafarrými
Gull: Philippine Airlines og Singapore Airlines – Champagne Charles Heidsieck Brut Réserve, Frakklandi
Silfur: EVA Air – Champagne de Castelnau Brut 2002, J M Cazes Selection, Frakklandi
Brons: Cathay Pacific – Champagne Cuvée William Deutz 2000, Frakklandi

Besta desertvínið á viðskiptafarrými
Gull: Jetstar – De Bortoli “Old Boys” 21 Year Old Barrel Aged Tawny, Ástralía
Silfur (2 flugfélög): Korean Air – Inniskillin Ice Wine Vidal 2012, Vincor, Niagara Peninsula, Canada; Austrian Airlines – Weingut Kracher Cuvée Beerenauslese 2012, Burgenland, Neusiedlersee, Austurríki
Brons: Singapore Airlines – Taylor’s 10 Year Old Tawny Port, Douro, Portúgal

Besti vínlistinn á viðskiptafarrými
El Al

Besti „vínkjallarinn” á viðskiptafarrými
Gull: Eva Air
Silfur: Cathay Pacific
Brons: Singapore Airlines

Besta vínúrvalið almennt
Gull: Singapore Airlines
Silfur: Cathay Pacific
Brons: Korean Air og Qantas